Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 80
Þórarinsson 1957). Á meðan mórinn var að
myndast hefur höfuðborgarsvæðið verið
það hátt að sjórinn náði ekki inn yfir
myndunarstað hans. Á Garðskaga fann
Trausti Einarsson (1970) 3-5 cm þykkt lag
með lábörðum vikurmolum og skeljasandi, í
um 80 cm þykkum fjörumó sem þar kemur í
ljós á stórstraumsfjöru. Mórinn hefur þó
verið þykkari því skorið var ofan af honum
til brennslu. Fánan í skeljasandinum er
dæmigerð nákuðungslagafána. Skeljalagið
er beint ofan á grásvartri gjósku, sem talin er
vera úr Kötlu, og líklega er hér aftur komið
fyrrnefnt Kötlulag K , en það er nú álitið
um 3500 ára gamalt eins og áður sagði.
Trausti taldi líklegast að vikurinn og
skeljarnar hefðu fokið úr fjörunni inn yfir
myndunarstað mósins á einhverju hvass-
viðrisskeiði á nútíma. Þar eð þetta virðist
hafa gerst á sama tíma og nákuðungs-
lagaáflæðið átti sér stað, er miklu sennilegra
að sjór hafi einfaldlega náð um skeið inn í
mýrina þar sem mórinn var að myndast.
Undan Breiðamerkurjökli við Jökulsárlón
hafa á undanförnum árum komið fram sæ-
skeljar, m.a. vængbarði (Aporrhais pespele-
cani) sem er velþekkt hlýsjávartegund sæ-
snigla. Skeljar þessar hafa verið aldurs-
greindar með geislakolsaðferð og kom í ljós
að þær eru 5464 ± 60 ára gamlar (Boulton o.fl.
1983) og el' leiðrétt er fyrir aldri sjávar og 400
ár dregin frá virðist mega gera ráð fyrir að
þær séu rétt um 5000 geislakolsára gamlar.
Því má ætla að þegar í byrjun áflæðisins hafi
sjór náð inn í dældina framan við þáverandi
Breiðamerkurjökul og þar sest til sjávarset
með töluvert kulvísri fánu. Síðar þegar
jökullinn gekk fram á síðustu öldum rótaði
hann setinu upp og þar með skeljunum sem
í því eru.
Það er því nokkuð Ijóst að leifar
áflæðisins, sem myndaði nákuðungslögin,
eru varðveittar hér og þar meðfram strönd-
um landsins. Helst er þetta á skýldum stöð-
um þar sem sjávarrof hefur ekki náð að eyða
þeim. Þar sem landsig hefur átt sér stað á
seinni hluta nútíma hefur eyðingin gengið
ennþá hraðar fyrir sig.
I nágrannalöndum okkar hafa fundist
jarðlög frá miðbiki nútíma sem eru af sama
aldri og nákuðungslögin og mynduð á sama
hátt við áflæði sjávar. í öllum þessum lögum
eru strandfánur með enn kulvísari tegund-
um en nú lifa á viðkomandi svæðum. I
Noregi, Vestur-Svíþjóð og Norður-Rúss-
Iandi ganga þessi lög yfirleitt undir nafninu
Tapes-lög eftir gáruskeljategundum sem
víða eru algengar í lögunum (Brpgger 1900-
1901, Snydero.fl. 1996). í Danmörku eru þau
oftast kennd við Steinaldarhafið (Jessen
1920), en við Eystrasalt eru þau jafnan nefnd
Littorina-lög eftir dopputegundum sem eru
mjög algengar í lögunum (Berglund 1971).
Vega-lögin á Austur-Grænlandi hafa líklega
myndast í byrjun áflæðisins, en þeint hefur
verið lýst frá svæðinu milli 72. og 73.
breiddargráðu (Hjort 1973). 1 þeim hefur m.a.
fundist kræklingur, sem nú lifir ekki við
strönd Austur-Grænlands norðan við 67.
breiddargráðu (Ockelmann 1958).
■ LOKAOFLÐ
Grein þessi er að hluta til byggð á BS-ritgerð
fyrri höfundar í jarð- og landfræðiskor
Háskóla íslands vorið 1994, en umsjónar-
maður var Már Vilhjálmsson. Þar að auki
hafa niðurstöður úr rannsóknarverkefni
Matthildar B. Stefánsdóttur frá 1996 og BS-
ritgerð Hjörleifs Sveinbjörnssonar frá 1997,
hvort tveggja unnið í jarð- og landfræðiskor
undir umsjón seinni höfundar, verið teknar
með ásamt nýjum gögnum. Þær athuganir
sem hér er greint frá eru hluti af umfangs-
meiri rannsóknum á nákuðungslögunum og
eru Rannsóknasjóði Háskólans færðar
bestu þakkir fyrir að hafa styrkt þær þrjú
undanfarin ár.
■ HEIMILDIR
Agnar Ingólfsson 1996. The Distribution of In-
tertidal Macrofauna on the Coasts of Iceland
in Relation to Temperature. Sarsia 81 (1). 29-
44.
Aronson, J.L. & Saemundsson, K. 1975. Rela-
tively Old Basalts from Structurally High Ar-
eas in Central Iceland. Earth and Planetary Sci-
222