Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 25
3. mynd. Útbreiðslukort fyrir blóðkoll- Distribution map for
Sanguisorba officinalis L. Náttúrufræðsitofnun Islands.
Sanguisorba alpina Bunge. Náttúrufræðistofnun Islands.
og eru þekktir fundarstaðir
þar frá Sölvahamri í Breiðu-
vík og austur að Vatns-
holti; hitt útbreiðslusvæð-
ið nær frá Borg á Mýrurn og
allt suður í Geldinganes (3.
mynd). Á þessum slóðum
er hann víða bundinn við
ströndina, en hann er
einnig algengur umhverfis
Esjuna, austur eftir Mos-
fellsheiði og austur að
Þingvallavatni. I grasasafni
Náttúrufræðistofnunar Is-
lands í Reykjavík er til eitt
eintak frá Hveragerði. Ekki
hefur mér tekist að finna
hann þar, en sá fundar-
staður er áhugaverður
vegna þess að hann er
töluvert langt frá öðrum
fundarstöðum á Suðvest-
urlandi. Blóðkollurinn vex
alls staðar í óröskuðu landi
og í tiltölulega frjóu gras-
lendi eða blómabrekkum.
Fylgitegundir eru oft
mjaðjurt og fjalldalafífill.
Blóðkollurinn vex alls
staðar fjarri bæjum og
ekkert bendir til þess að
hann hafi borist hingað til
lands með mönnum. Hann
er það hitakær að óhugs-
andi er að hann hafi vaxið
hér á kuldaskeiðum ísaldar og mun hann
hafa borist hingað einhvern tíma eftir að
seinasta kuldaskeiði lauk. Eftir landnám
hefur úlbreiðsla hans stöðvast að mestu.
Hann er eftirsótt beitarplanta og nær sjaldan
að mynda fræ þar sem rnikið beitarálag er. Á
Mosfellsheiði og í Grafningi eru plönturnar
oftast örsmáar niðri í grassverðinum og
blómgast ekki, en þar sem beit hefur verið
létl af verða þær vöxtulegri og blómgast.
Blóðkollur er gömul lækningajurt eins og
sjá má af tegundarheitinu (officinalis=í fór-
um lyfsalans). í rótinni eru sútunarsýrur sem
valda æðasamdrætti og var hann áður not-
aður til að stöðva blæðingar, lækna blóð-
kreppusótt o.fl. Einnig var hann notaður við
dýralækningar gegn innyfla- og ormaveiki.
Blóðkollurinn var því oft ræktaður til þeirra
nota áður fyrr. Höfundur minnist þess ekki
að hafa séð blóðkoll hér í görðum, að undan-
skildum grasagörðunum, og engin merki eru
þess að hann hafi dreil'st út frá ræktun.
HöSKOLLUR SaNGUISORBA ALI’INA BUNGE
Heimkynni höskollsins eru á norðvestan-
verðu miðhálendi Asíu, allt vestan frá Pamír
norðaustur að Bajkalvatni (Komarov 1941).
Vex hann þar á eða ofan við skógarmörk,
einkum á vatnsbökkum og meðfram ám og
lækjum.
167