Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 77
4. tafla. Lindýr, hrúðurkarlar og liðormar úr nákuðungslögunum á Eyrarbakka. Sýni
1995180715, lag 20. - Invertebrate remains from the Nucella transgression at Eyrarbakki,
South Iceland. ______________
Tegund /Species íslenskt heiti /Icelandic name Fjöldi /Number %
Lacuna vincta (Montagu, 1803) Þarastrútur 2,0 3,92
Littorina obtusata (Linné, 1758) Þangdoppa 24,0 47,06
Littorina mariae Sacchi & Rastelli, 1966 Maríudoppa 4,0 7,84
Littorina saxatilis (Olivi, 1792) Klettadoppa 3,0 5,88
Littorina sp. 1,0 1,96
Velutina velutina (Múller, 1776) Homkúfa 1,0 1,96
Nucella lapillus (Linné, 1758) Nákuðungur 3,0 5,88
Buccinum undatum Linné, 1758 Beitukóngur 6,0 11,76
Odostomia unidentata (Montagu, 1803) Kjölstrýta 1,0 1,96
Modiolus modiolus (Linné, 1758) Aða 1,0 1,96
Heteranomia squamula (Linné, 1758) Gluggaskel 0,5 0,98
Hiatella arctica (Linné, 1767) Rataskel 0,5 0,98
Balanus balanus (Linné, 1758) Hmðurkarl 0,5 0,98
Balanus crenatus Bruguiére, 1789 Tannkarl 0,5 0,98
Balanus balanoides (Linné, 1767) Fjörukarl 2,0 3,92
Pomatoceros triqueter (Linné, 1758) Kalkpípuormur 1,0 1,96
51,0 99,98
fyrir aldri sjávar og dregin frá 400 ár gefur
þetta aldurinn 2740 geislakolsár.
Eins og áður sagði er grásvart gjósku-
blandað lag í sumum jarðlagasniðunum á
svæðinu í 90-270 cm hæð yfir Þjórsár-
hrauninu (6. og 7. mynd). Sýni var tekið úr
þessu lagi og var það rannsakað af Magnúsi
Sigurgeirssyni. í ljós kom að lagið er samsett
Ur mismunandi gerðum koma; skeljabrotum,
bergbrotum og kristalbrotum, aðallega
plagíóklas- og ólivínbrotum, ásamt basísk-
um og súrum glerkornum. Glerið er bæði lítið
eitt blöðrótt sideromelan og ljósleitt súrt-
ísúrt og frauðkennt gler. Stærstu kornin eru
um 3 mm í þvermál. Töluvert er einnig af
fínkornóttu, basísku, dökku gleri þar sem
kornin eru um 0,125 mm í þvermál. Brúnir
gjóskukornanna og kristalbrotanna eru
núnar og bendir það til þess að um tilflutt
efni sé að ræða, a.m.k. að einhverju leyti.
Dökksvörtu glerkornin í fínkornótta hluta
gjóskunnar eru að öllum líkindum upp-
runnin í Kötlukerfinu. Með það í huga, dýpt
•agsins frá yfirborði og þykkt þess má gera
ráð fyrir að hér sé um að ræða efni úr einu
eða fleiri Kötlulögum á aldursbilinu 2800-
3800 ára, sem liggja á milli ljósu gjósku-
laganna úr Heklu sem nefnd hafa verið H, og
H4. Þykkast þessara laga er K5000, sem er nú
talið um 3500 ára gamalt (Bryndís G.
Róbertsdóttir 1992).
Ljóst er af gerð jarðlaga á Stokkseyri og
Eyrarbakka að sjór hefur fslætt inn á Þjórsár-
hraunið og náð inn fyrir fjörukambinn um
nriðbik nútíma, eftir að jarðvegur hafði
myndast á hrauninu. Bak við fjörukambinn
var líklega orðið mýrlent, ekki ósvipað og í
dag. Skeljalögin hafa þá myndast þannig að
sjór flæddi inn yfir fjörukambinn og í mýrina
á bak við hann, allt að 300 m inn fyrir
núverandi strönd. Sjórinn bar með sér set úr
tjörunni en þó aðallega skeljar og skeljabrot
sem hann reif með sér af Þjórsárhrauninu.
Þetta hef'ur gerst aftur og aftur og stundum
hefur sjórinn grafið rofrennur niður í setið,
sem þegar hafði safnast fyrir á bak við fjöru-
kambinn, en fyllt þær síðan með skeljum,
skeljabrotum, sandi og möl, oftast mjög
blönduðu jarðvegi.
í byrjun síðara birkiskeiðsins, fyrir um það
bil 5000 árum, fór loftslag að hlýna og þá
varð meðalárshiti liklega 2-3°C hærri en nú
219