Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 8
■ NIÐURSTÖÐUR
3. mynd. Áœtlaður fjöldi hrafnsóðala í ábúð í Þingeyjarsýslum
árin 1981-1998. - Estimated number of occupied Raven terri-
tories in Þingeyjarsýslur 1981-1998.
Breytingar á
STOFNSTÆRÐ
Alls er 141 hrafnsóðal
þekkt á athugunarsvæð-
inu í Þingeyjarsýslum (2.
mynd). Á árunum 1981-
1998 voru að meðaltali
skoðuð 86 óðul á ári, fæst
29 og flest 126 (I. tafla).
Oðalsbundnir hrafnar
voru flestir í upphafi at-
hugunartímans og fram-
reiknuð gögn sýna að árið
1981 voru 88 óðul í ábúð,
eða sem samsvarar 60%
óðala. I lok tímans voru 58
óðul í ábúð, eða 40%
óðala. Aðhvarfsgreining
sýndi mjög marktæka
neikvæða línulega leitni í
Ijölda óðala í ábúð á athugunartímanum
(Fll7 = 24,5; P<0,001), og aðhvarfsgrein-
ingin skýrir um 61% af breytileikanum í
tímaröðinni (3. mynd). Fækkunin nemur
31%, eða að jafnaði 2,1% á ári. Miðað við
þessa fækkun helmingast hrafnastofninn á
svæðinu á 32 árum.
Um allt athugunarsvæðið má linna óðul sem
hafa ekki verið notuð í mörg ár samfellt og eru
því komin í eyði. Sum svæði virðast koma verr
út en önnur og má þar nefna svæðið umhverfís
Mývatn og öræfín austur af vatninu þar sem
nánast öll óðul eru í eyði (2. mynd). I Ljósa-
vatnsskarði, Kinn og Fljótsheiði er einnig
áberandi hve mörg óðul hafa fallið úr ábúð.
Hlutfall varppara og ungaframleiðsla
Hlutfall varppara á óðulum í ábúð var
nokkuð stöðugt á athugunartímanum, eða
að meðaltali 85% (74-100%). Aðhvarfs-
greining sýndi enga marktæka leitni í gögn-
unum (Fu? = 0,14; P - 0,8). Á árabilinu
1981-1985 var fylgst með varpárangri en
ekki eftir það. Að meðaltali misfórst varp í
23% tilfella og í 88% þeirra tilvika af
mannavöldum. Áætluð ungaframleiðsla á at-
hugunarsvæðinu féll um 40%, úr um 200
ungum í um 120 unga (1. tafla).
Veiðiálag í Þingey/arsýslum
Veiðitölur sýna hámark í hrafnaveiði á
árunum 1988-1991 en þávoru veiddir200-
400 hrafnar á ári (2. tafla). Árin þar á undan
var heildarveiðin ábilinu 100-200 fuglar. Ef
einungis er litið á veiðitölur Inga Yngva-
sonar má sjá mikla aukningu á árunum 1981 -
1991 og á því tímabili jókst veiði hans að
meðaltali um 24% á ári. Ef veiðitölum annarra
veiðimanna er bætt við og sama tímabil
skoðað, jókst veiðin að meðaltali um 14% á
ári. Frá og með 1992 eru einungis tiltækar
veiðitölur Inga og þær sýna kyrrstöðu eða
hæga aukningu á tímabilinu 1992-1998, eða
að meðaltali um 1% á ári. Skráð hrafnaveiði í
Þingeyjarsýslum hefur um árabil verið meiri
en sem nemur áætlaðri ungaframleiðslu á
svæðinu (1. og 2. tafla).
■ UMFJÖLLUN
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að
hröfnum er að fækka í Þingeyjarsýslum.
Rannsóknir á árunum 1981-1985 leiddu í ljós
að sum ár voru fleiri hrafnar skotnir á þessu
svæði en sem nam árlegri viðkomu stofnsins
(Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl. 1990). Því
150