Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1999, Blaðsíða 32
Fréttir GETUM VIÐ BRÁTT KVATT KARÍUS OG BAKTUS? Lengi hefur verið Ijóst að örverur stuðla að tannskemmdum enda leggja tannlæknar og framleiðendur tannkrems, tannbursta, tannstöngla og munnskols að mönnum að halda tönnunum hreinum með öllum tiltækum aðferðum. Árið 1956 varð ljóst að ein og aðeins ein af þeim örverum sem þrífast í munni manna, gerillinn eða bakterían Streptococcus mutans, breytir við efnaskipti sín sykri í mjólkursýru sem skemmir tennurnar með því að leysa upp glerunginn. Slagorð tannlækna: „Hrein tönn skemmist aldrei“, mun upprunnið í Svíþjóð. 1 einni af dæmisögum Esóps er sagt frá klókum ref sem mýflugur höfðu raðað sér á og sugu úr honum blóð. Þegar velviljað dýr bauðst til að stugga við þessum blóðsugum afþakkaði refurinn þjónustuna og benti á að mýflugurnar væru flestar mettar en ef þær yrðu burt reknar losnaði sess fyrir aðrar og soltnari flugur. í munni sérhvers manns, hversu vel sem hann hirðir tennur og tannhold, lifa hundruð tegunda af örverum. Gerlar eru í miklum meirihluta en einnig eru þarna sveppir, frumdýr og fleiri gerðir. Flestar eru örverurnar meinlausar og sumar gagnlegar. Nýlegar rannsóknir benda til dæmis til þess að ákveðnir gerlar í munni manna gefi frá sér efni sem séu banvæn skaðlegum sýklum á borð við Salmonella. Menn eru þess vegna farnir að draga í efa réttmæti allsherjarstríðs gegn öllu því sem í munninum þrífst. Örverurnar í munni manns mynda flókin vistkerfi sem að mestu festast í sessi á fyrstu mánuðum og árum ævinnar. Síðar á ævi manns eiga nýjar örverur erfitt með að ná festu í munninum. Hversu innilega og oft sem hjón kyssast býr hvort þeirra áfram að sinni munnflóru. Sameindaerfðafræðin hefur leitt í ljós að örverur í munni barna eru flestar eins og í mæðrum þeirra. Feðurnir hafa lítil sem engin áhrif og sænskar rannsóknir benda til þess að fæðingar- orlof þeirra breyti þar engu. Hér kemur ónæmiskerfið trúlega við sögu. Ýmis mótefni berast um naflastrenginn frá móður til fósturs og síðar færbarnið frekari skammt af mótefnum með móðurmjólkinni. Þykir líklegt að mótefnin snúist gegn þeim örverum í munni barnsins sem ekki eru í munni móðurinnar. Menn þekkja nú afbrigði af Streptococcus mutans sem gefur frá sér eitur er drepur aðra stofna þessa gerils. Örverufræðingi við Flórídaháskóla í Gainesville, Jell Hillman, hefur með erfðatækniaðferðum tekisl að svipta gerlana hæfninni til að mynda sýruna sem skemmir tennur, án þess að þeir láti af bræðravígunum. Þessi breytti stofn var svo látinn upp í rottur. Tennur dýranna héldust heilar þótt þau væru fóðruð á sætindum sem skemmdu tennurnar í viðmiðunarrottum með venjulega gerla í munni. Þar sem breytingin virðist ekki raska vistkerfunum í tönnum og tannholdi nagdýranna að öðru leyti sækir Hillman nú um leyfi til að prófa nýju gerlana á mönnum í þeirri von að hér sé komin aðferð til að stöðva tannskemmdir í eitt skipti fyrir öll. Örnólfur Thorlacius sótti þennan fróðleik í grein eftir Gary Hamilton: Open wide, we’re going to explore. New Scientist (157,2125) 14. mars 1998. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.