Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 80

Náttúrufræðingurinn - 1999, Side 80
 Þórarinsson 1957). Á meðan mórinn var að myndast hefur höfuðborgarsvæðið verið það hátt að sjórinn náði ekki inn yfir myndunarstað hans. Á Garðskaga fann Trausti Einarsson (1970) 3-5 cm þykkt lag með lábörðum vikurmolum og skeljasandi, í um 80 cm þykkum fjörumó sem þar kemur í ljós á stórstraumsfjöru. Mórinn hefur þó verið þykkari því skorið var ofan af honum til brennslu. Fánan í skeljasandinum er dæmigerð nákuðungslagafána. Skeljalagið er beint ofan á grásvartri gjósku, sem talin er vera úr Kötlu, og líklega er hér aftur komið fyrrnefnt Kötlulag K , en það er nú álitið um 3500 ára gamalt eins og áður sagði. Trausti taldi líklegast að vikurinn og skeljarnar hefðu fokið úr fjörunni inn yfir myndunarstað mósins á einhverju hvass- viðrisskeiði á nútíma. Þar eð þetta virðist hafa gerst á sama tíma og nákuðungs- lagaáflæðið átti sér stað, er miklu sennilegra að sjór hafi einfaldlega náð um skeið inn í mýrina þar sem mórinn var að myndast. Undan Breiðamerkurjökli við Jökulsárlón hafa á undanförnum árum komið fram sæ- skeljar, m.a. vængbarði (Aporrhais pespele- cani) sem er velþekkt hlýsjávartegund sæ- snigla. Skeljar þessar hafa verið aldurs- greindar með geislakolsaðferð og kom í ljós að þær eru 5464 ± 60 ára gamlar (Boulton o.fl. 1983) og el' leiðrétt er fyrir aldri sjávar og 400 ár dregin frá virðist mega gera ráð fyrir að þær séu rétt um 5000 geislakolsára gamlar. Því má ætla að þegar í byrjun áflæðisins hafi sjór náð inn í dældina framan við þáverandi Breiðamerkurjökul og þar sest til sjávarset með töluvert kulvísri fánu. Síðar þegar jökullinn gekk fram á síðustu öldum rótaði hann setinu upp og þar með skeljunum sem í því eru. Það er því nokkuð Ijóst að leifar áflæðisins, sem myndaði nákuðungslögin, eru varðveittar hér og þar meðfram strönd- um landsins. Helst er þetta á skýldum stöð- um þar sem sjávarrof hefur ekki náð að eyða þeim. Þar sem landsig hefur átt sér stað á seinni hluta nútíma hefur eyðingin gengið ennþá hraðar fyrir sig. I nágrannalöndum okkar hafa fundist jarðlög frá miðbiki nútíma sem eru af sama aldri og nákuðungslögin og mynduð á sama hátt við áflæði sjávar. í öllum þessum lögum eru strandfánur með enn kulvísari tegund- um en nú lifa á viðkomandi svæðum. I Noregi, Vestur-Svíþjóð og Norður-Rúss- Iandi ganga þessi lög yfirleitt undir nafninu Tapes-lög eftir gáruskeljategundum sem víða eru algengar í lögunum (Brpgger 1900- 1901, Snydero.fl. 1996). í Danmörku eru þau oftast kennd við Steinaldarhafið (Jessen 1920), en við Eystrasalt eru þau jafnan nefnd Littorina-lög eftir dopputegundum sem eru mjög algengar í lögunum (Berglund 1971). Vega-lögin á Austur-Grænlandi hafa líklega myndast í byrjun áflæðisins, en þeint hefur verið lýst frá svæðinu milli 72. og 73. breiddargráðu (Hjort 1973). 1 þeim hefur m.a. fundist kræklingur, sem nú lifir ekki við strönd Austur-Grænlands norðan við 67. breiddargráðu (Ockelmann 1958). ■ LOKAOFLÐ Grein þessi er að hluta til byggð á BS-ritgerð fyrri höfundar í jarð- og landfræðiskor Háskóla íslands vorið 1994, en umsjónar- maður var Már Vilhjálmsson. Þar að auki hafa niðurstöður úr rannsóknarverkefni Matthildar B. Stefánsdóttur frá 1996 og BS- ritgerð Hjörleifs Sveinbjörnssonar frá 1997, hvort tveggja unnið í jarð- og landfræðiskor undir umsjón seinni höfundar, verið teknar með ásamt nýjum gögnum. Þær athuganir sem hér er greint frá eru hluti af umfangs- meiri rannsóknum á nákuðungslögunum og eru Rannsóknasjóði Háskólans færðar bestu þakkir fyrir að hafa styrkt þær þrjú undanfarin ár. ■ HEIMILDIR Agnar Ingólfsson 1996. The Distribution of In- tertidal Macrofauna on the Coasts of Iceland in Relation to Temperature. Sarsia 81 (1). 29- 44. Aronson, J.L. & Saemundsson, K. 1975. Rela- tively Old Basalts from Structurally High Ar- eas in Central Iceland. Earth and Planetary Sci- 222
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.