Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 3
Páll Imsland Íslandslíkan Reykjavíkurborgar Á forsíðunni á Náttúrufræðingnum s að þessu sinni er mynd af hluta af { Suðvesturlandi, nánar tiltekið Mos- I fellssveit, Sundum, Esju, Kjalarnesi, c Hvalfirði, Akrafjalli og Skarðsheiði. í bakgrunni sér upp á Mýrar en í for- f grunni eru Bláfjöll og Heiðin há. i Myndin er tekin af líkani af landinu, 1 sem nú er í smíðum á Módelverkstæði ' Reykjavíkurborgar. Hluti af þessu t líkani var sýndur á tæknisýningunni í i Borgarleikhúsinu á 200 ára afmæli i Reykjavíkur árið 1986. j Hugmyndina að gerð þess átti borg- < arverkfræðingur, Þórður Þ. Þorbjarn- s arson. Afmælisnefndin féllst á hug- 1 myndina og var henni hrint í fram- f kvæmd nálægt áramótunum 1984 og í 1985. í upphafi var ætlunin að líkanið s sýndi nokkurn veginn landnám Ing- 1 ólfs, en síðan hefur áhugi á þessari i hugmynd vaxið smátt og smátt og tek- ur hún nú til alls íslands. Fyrir sýning- 1 una var þegar búið að gera líkan sem i spannaði yfir landnám Ingólfs og gott ( betur. Það náði yfir allt svæðið sem 1 kemur við söguna af landnámi hans 1 og rúmlega það. Líkanið sem sýnt var i náði austan frá Breiðamerkursandi og i vestur í Faxaflóa. Til norðurs náði 1 það langt inn á Vatnajökul, upp undir 1 miðjan Langjökul og vestur á Mýrar. ‘ Nú er búið að smíða meira en hálft Is- land. Allt landið sunnan við línu sem dregin er úr botni Hvammsfjarðar og i austur í botn Reyðarfjarðar er þegar ( Náttúrufræðingurinn 58 (4), bls. 177-181,1988. 177 smíðað og unnið er að næsta svæði þar fyrir norðan sem teygir sig frá Barðaströnd austur til Borgarfjarðar eystri. Líkanið er byggt í samræmi við kort frá Bandaríska hernum, U.S.Army Map Service Series C762, frá árinu 1948. Þessi kort hafa verið hér í tölu- verðri notkun á síðari árum. Þau voru teiknuð eftir loftmyndum sem banda- ríski herinn tók hér í ágúst og septem- ber 1945 og ágúst til október 1946. Við gerð kortanna var höfð hliðsjón af dönsku kortunum frá Geodætisk In- stitut í Kaupmannahöfn í mæli- kvarðanum 1:100.000, prentanirnar frá 1941 og 1945. Þessi kort voru þá aðalkortin er sýndu allt landið í svo stórum mælikvarða. Einnig var eitt- hvað stuðst við kort frá breska hern- um, British Admiralty Charts, frá 1947. Eitthvað smáræði af nýjum ís- lenskum upplýsingum og sömuleiðis upplýsingum úr njósnum bandamanna og könnun bandaríska hersins hér var notað við gerð kortanna, en það mun vera óverulegt og fæst snerta landslag- ið sjálft. í þessu kortasetti Bandaríkja- manna eru samtals 296 kort í mæli- kvarðanum 1:50.000 og hafa þau 20 m hæðarlínur. Hvert kortblað þekur um 435 km2 lands. Líkanið er einnig í mælikvarðanum 1:50.000 en yfirhækkað. Yfirhækkun- in er tvöföld þannig að hæðarkvarðinn er 1:25.000. Heildarflatarmál líkansins

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.