Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 10
Langumfangsmesta rannsókn á ár-
vatni hér á landi til þessa, var gerð á
Suður- og Vesturlandi á árunum 1970
til 1974 (Halldór Ármannsson 1970,
1971; Halldór Ármannson o.fl. 1973,
Sigurjón Rist 1974, 1986). Megintil-
gangur þeirra rannsókna var að kanna
efnaeiginleika árvatnsins, mengun
þess og hversu hæft árvatnið væri til
neyslu og fiskeldis. Jón Ólafsson
(1979, 1980), Unnsteinn Stefánsson
(1950) og Unnsteinn Stefánsson og
Björn Jóhannesson (1978) hafa rann-
sakað ýmis uppleyst efni í Mývatni,
Laxá í Þingeyjarsýslu, Öskjuvatni,
Meðalfellsvatni í Kjós og Miklavatni í
Fljótum. Bragi Árnason (1976) notaði
vetnissamsætur í grunnvatni til þess að
skilgreina rennslisleiðir grunnvatnsins
og mat, út frá vitneskju um lekt jarð-
laga, hversu langan tíma rennsli vatns-
ins tæki í ýmsum grunnvatnskerfum.
Efnagreiningar eru til af grunnvatni á
Þórisvatnssvæðinu (Guttormur Sig-
bjarnarson 1972), grunnvatni sunnan
Langjökuls (Ario 1985) og grunnvatni
norðan Vatnajökuls (Sigurður Gísla-
son 1985, Sigurður Gíslason og Rettig
1986, Sigurður Gíslason og Eugster
1987b). Gerðar hafa verið tilraunir
sem leitast við að mæla hversu hratt
einstök efni í basalti leysast upp í
vatni og hvernig efnainnihald vatnsins
breytist með efnaskiptum við bergið
(Sigurður Gíslason 1985, Sigurður
Gíslason og Eugster 1987a). Nokkrar
upplýsingar eru til um efnainnihald
úrkomu á íslandi (Veðurstofa íslands
1958-1987, Freysteinn Sigurðsson
1985, Sigurður Gíslason 1985, Sigurð-
ur Gíslason og Rettig 1986).
VEÐURFAR, VATNSFÖLL OG
BERGGRUNNUR
Á Suður- og Vesturlandi og í inn-
sveitum norðanlands og austan, er
meðalhiti hlýjasta mánaðar ársins
hærri en 10°C og meðalhiti kaldasta
mánaðarins hærri en -3°C. Á annesj-
um norðanlands og á hálendinu nær
meðalhiti ekki 10°C í hlýjasta mánuð-
inum, en meðalárshiti í byggð er ná-
lægt 4°C (Jón Eyþórsson og Hlynur
Sigtryggsson 1971). Úrkoma er breyti-
leg eftir landshlutum. Hún er minnst á
Norðausturlandi þar sem hún nær
ekki 400 mm/ári en hún er meiri en
4000 mm/ári þar sem hún er mest, í
hálendisbrúnum sunnan- og vestan-
lands (Jón Eyþórsson og Hlynur Sig-
tryggsson 1971).
Heildarrennsli vatnsfalla er um 170
rúmkílómetrar á ári (Sigurjón Rist
1956) sem samsvarar 1,65 milljónum
tonna afrennslis vatns af hverjum fer-
kílómetra lands á ári. Vatnsföll á ís-
landi hafa verið flokkuð í dragár, jök-
ulár og lindár (Guðmundur Kjartans-
son 1945). ísland var hulið jökli á
ísöld, en jöklar náðu nokkurn veginn
núverandi stærð fyrir u.þ.b. 8000 ár-
um (Þorleifur Einarsson 1985).
ísland er um 103.000 km2 að flatar-
máli. Minna en 24.000 km2 eru huldir
gróðri, ógróið land er meira en 64.000
km2, jöklar þekja um 12.000 km2 og
vötn minna en 3.000 km2 (Hagstofa
íslands 1984). Bergtegundir á íslandi
eru að langmestu leyti storkuberg og
algengasta bergtegundin er basalt, 80-
85%, samkvæmt Kristjáni Sæmunds-
syni (1979). Aflrænt rof á íslandi (aur-
burður í ám o.fl.) er um 0,025 til 0,2
km3 á ári eða u.þ.b 500 tonn af hverj-
um ferkílómetra lands á ári. (Haukur
Tómasson 1986, Sigurður Steinþórs-
son 1987).
HRAÐI EFNAROFS Á ÍSLANDI
í Töflu 1 má sjá skilgreiningar á
ýmsum fræðilegum hugtökum sem
notuð eru í grein þessari. „Molun og
grotnun bergs og jarðvegs á staðnum
nefnist veðrun... Brottflutningur
184