Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 12
Tafla 2. Hraði efnarofs á íslandi og meg-
inlöndunum.
Chemical denudation ofthe conti-
nents and Iceland.
Meginland Árlegt efnarof (tonn/km2)
N orður-Ameríka 33
Suður-Ameríka 28
Asía 32
Afríka 24
Evrópa 42
Ástralía 2
ísland 98
Jörðin, meðaltal (Earth
average), Garrels og
Mackenzie (1971) 27
Jörðin, meðaltal (Earth
average), Walling og Webb
(1986) 39.5
Hraði efnarofs á íslandi er verulega
mikið meiri en meðalhraði efnarofs á
meginlöndunum. Ef samanburður er
gerður við tölur Garrels og Mackenzie
(1971) er hann 3-4 sinnum meiri, en
miðað við niðurstöður Walling og
Webb (1986) rúmlega tvisvar sinnum
meiri (Tafla 2). Gögnin sem notuð
eru við mat á hraða efnarofs eru: 1)
meðalefnasamsetning árvatns á til-
teknum stað á vatnasviði árinnar, 2)
meðalrennsli árinnar á sýnatökustað,
3) flatarmál vatnasviðs ofan sýnatöku-
staðar og 4) áætluð efnasamsetning
úrkomu á vatnasviði árinnar ofan
sýnatökustaðar. Við áætlun efnasam-
setningar úrkomu er gert ráð fyrir að
allt klór sem mælist í árvatni sé ættað
úr úrkomunni og öll önnur efni í úr-
komunni séu í sömu hlutföllum og í
sjó. Magn uppleystra efna í úrkom-
unni er dregið frá magni uppleystra
efna í árvatninu, þannig að til mats á
efnarofshraða koma eingöngu efni
sem upprunnin eru úr bergi og jarð-
vegi.
Langstærstur hluti efnagreininga
sem eru til af árvatni á íslandi er úr
ám á Suður- og Vesturlandi. Búast má
við að gildin um efnarofshraða sem
sýnd eru fyrir ísland í Töflu 2, geti
lækkað eitthvað þegar upplýsingar
fást frá Norður- og Austurlandi þar
sem berg er gamalt, meðallofthiti
lægri og úrkoma minni en á Suður- og
Vesturlandi.
Árlegur flutningur með vatnsföllum
á íslandi er þá samkvæmt tölunum hér
að ofan: 1,65 milljón tonn af vatni,
500 tonn af aurburði og tæplega 100
tonn af uppleystum efnum af hverjum
ferkílómetra lands.
Flest efni á yfirborði jarðar eru
efnavarmafræðilega (Tafla 1) óstöðug
við ríkjandi aðstæður. Sláandi dæmi
um þetta eru óveðraðar steindir í
storkubergi og ýmis lífræn efni í jarð-
vegi sem hafa ekki náð að rotna.
Storkubergssteindirnar myndast við
jafnvægisaðstæður þar sem hitastig er
um 900 til 1100°C. Sumar steindirnar
myndast djúpt í jörðu við mikinn
þrýsting og eru því mjög orkuríkar. Á
yfirborði finnast storkubergssteindirn-
ar við hitastig, þrýsting og lofttegund-
ir sem eru allt öðru vísi en við mynd-
un þeirra og þær eru því ekki lengur í
jafnvægi, eru óstöðugar. Storkubergs-
steindirnar oxast (ganga í efnasam-
bönd með súrefni), leysast upp og
mynda nýjar orkulægri jafnvægis-
steindir, veðrunarsteindir, úr þeim
efnum sem ekki flytjast burt með
vatninu. Þessi veðrun storkubergs-
steindanna, getur tekið þúsundir og
jafnvel milljónir ára. Það er þess
vegna sem óveðraðar storkubergs-
steindir finnast á yfirborði jarðar.
Það er hins vegar sólarorkan sem
gerir plöntum kleift að framleiða
186