Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 12
Tafla 2. Hraði efnarofs á íslandi og meg- inlöndunum. Chemical denudation ofthe conti- nents and Iceland. Meginland Árlegt efnarof (tonn/km2) N orður-Ameríka 33 Suður-Ameríka 28 Asía 32 Afríka 24 Evrópa 42 Ástralía 2 ísland 98 Jörðin, meðaltal (Earth average), Garrels og Mackenzie (1971) 27 Jörðin, meðaltal (Earth average), Walling og Webb (1986) 39.5 Hraði efnarofs á íslandi er verulega mikið meiri en meðalhraði efnarofs á meginlöndunum. Ef samanburður er gerður við tölur Garrels og Mackenzie (1971) er hann 3-4 sinnum meiri, en miðað við niðurstöður Walling og Webb (1986) rúmlega tvisvar sinnum meiri (Tafla 2). Gögnin sem notuð eru við mat á hraða efnarofs eru: 1) meðalefnasamsetning árvatns á til- teknum stað á vatnasviði árinnar, 2) meðalrennsli árinnar á sýnatökustað, 3) flatarmál vatnasviðs ofan sýnatöku- staðar og 4) áætluð efnasamsetning úrkomu á vatnasviði árinnar ofan sýnatökustaðar. Við áætlun efnasam- setningar úrkomu er gert ráð fyrir að allt klór sem mælist í árvatni sé ættað úr úrkomunni og öll önnur efni í úr- komunni séu í sömu hlutföllum og í sjó. Magn uppleystra efna í úrkom- unni er dregið frá magni uppleystra efna í árvatninu, þannig að til mats á efnarofshraða koma eingöngu efni sem upprunnin eru úr bergi og jarð- vegi. Langstærstur hluti efnagreininga sem eru til af árvatni á íslandi er úr ám á Suður- og Vesturlandi. Búast má við að gildin um efnarofshraða sem sýnd eru fyrir ísland í Töflu 2, geti lækkað eitthvað þegar upplýsingar fást frá Norður- og Austurlandi þar sem berg er gamalt, meðallofthiti lægri og úrkoma minni en á Suður- og Vesturlandi. Árlegur flutningur með vatnsföllum á íslandi er þá samkvæmt tölunum hér að ofan: 1,65 milljón tonn af vatni, 500 tonn af aurburði og tæplega 100 tonn af uppleystum efnum af hverjum ferkílómetra lands. Flest efni á yfirborði jarðar eru efnavarmafræðilega (Tafla 1) óstöðug við ríkjandi aðstæður. Sláandi dæmi um þetta eru óveðraðar steindir í storkubergi og ýmis lífræn efni í jarð- vegi sem hafa ekki náð að rotna. Storkubergssteindirnar myndast við jafnvægisaðstæður þar sem hitastig er um 900 til 1100°C. Sumar steindirnar myndast djúpt í jörðu við mikinn þrýsting og eru því mjög orkuríkar. Á yfirborði finnast storkubergssteindirn- ar við hitastig, þrýsting og lofttegund- ir sem eru allt öðru vísi en við mynd- un þeirra og þær eru því ekki lengur í jafnvægi, eru óstöðugar. Storkubergs- steindirnar oxast (ganga í efnasam- bönd með súrefni), leysast upp og mynda nýjar orkulægri jafnvægis- steindir, veðrunarsteindir, úr þeim efnum sem ekki flytjast burt með vatninu. Þessi veðrun storkubergs- steindanna, getur tekið þúsundir og jafnvel milljónir ára. Það er þess vegna sem óveðraðar storkubergs- steindir finnast á yfirborði jarðar. Það er hins vegar sólarorkan sem gerir plöntum kleift að framleiða 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.