Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 13
orkurík og þ.a.l. óstöðug lífræn efni með ljóstillífun. Við dauða plöntunn- ar stöðvast orkunám ljóstillífunar og lífræn efni hennar brotna niður (rotna, oxast) á orkulægra form. Ef hitastig er lágt, og eða lífrænu leifar plöntunnar komast ekki í snertingu við súrefni, getur þetta ferli rotnunnar tekið hundruð eða þúsundir ára. Nær allt berg á íslandi er storku- berg að uppruna. Það er í hrikalegu ójafnvægi við ríkjandi yfirborðsað- stæður. Um leið og vatn kemst í snert- ingu við bergið byrjar það að leysast upp. Glerkennt berg er mun orkurík- ara og þ.a.l. óstöðugra en fullkristall- að berg. Glerið endurspeglar þær að- stæður sem voru þegar bergið storkn- aði við háan hita áður en bergkvik- an náði að kristallast og losa sig við kristöllunarorku storkubergssteind- anna (Tafla 1). Glerkennt berg, eins og t.d. móberg, eldfjallaaska og gjall- kargi á hraunum og í gígum er algengt á íslandi. Það leysist upp u.þ.b. 10 sinnum hraðar en kristallað basalt sömu efnasamsetningar (Sigurður Gíslason 1985, Sigurður Gíslason og Eugster 1987a). Leysnihraði bergs er háður ýmsum efna- og eðlisfræðilegum þáttum eins og hitastigi, sýrustigi vatnsins, rennsl- ishraða þess ofl. í Töflu 3 má sjá aukningu á leysnihraða helstu berg- myndandi steinda við það að hitastig hækkar úr 4,5°C í 25°C. Leysnihraða- aukningin fyrir þessar steindir er u.þ.b. fimmföld að meðaltali fyrir þessa hitastigshækkun. Það er því ljóst að lágt hitastig á íslandi dregur veru- lega úr hraða upplausnar miðað við mörg önnur lönd, en hröð upplausn efna úr glerkenndu bergi vegur þar á móti. íslenskt storkuberg hefur hlut- fallslega stórt yfirborðsflatarmál vegna hrjúfrar áferðar, gasblaðra ofl. Ennfremur er aflræn veðrun hérlendis Tafla 3. Aukning í leysnihraða steinda og basaltglers vegna hitasigshækk- unar úr 4,5 í 25°C. Increase in the dissolution rate of minerals and basaltic glass caused by raising the temperature from 4.5 to 25° C. Steindir Margfölduð aukning Díopsít 4,4-87 Enstatít 4,4 Ágít 10,5 Forsterít 3,1 Orþópýroxen 3,7 Kvarts 7,4-9,3 Myndlaus kísill 6,2-6,9 Kalsít 2,7 Nefelín 5,0-8,3 Anortít 2,8 Basaltgler 2,6 Meðaltal (Average) 5,1 Reiknað með jöfnu Arrheníusar. Gildin fyrir þröskuldsorkuna eru fengin frá Lasaga (1984) og Sigurði Gíslasyni og Eugster (1987a). hröð, en hún klýfur og molar bergið og eykur því yfirborðsflatarmál þess. Allt þetta eykur á hraða upplausnar þar sem hún er háð snertimöguleikum vatnsins við bergið. Mikil úrkoma á Islandi eykur leysnihraða bergsins svo og tiltölulega mikill rennslishraði grunnvatns og yfirborðsvatns sem or- sakast af mikilli lekt berggrunns (Jón Ingimarsson og Freysteinn Sigurðsson 1987) og mishæðóttu landslagi. Stað- bundin áhrif jarðhita og gasútsteymis frá eldfjöllum á leysnihraðann geta einnig verið töluverð. Vegin meðalefnasamsetning vatns- falla á íslandi og á meginlöndunum er sýnd í Töflu 4. Styrkur uppleystra efna í íslenskum ám er minni en nem- 187

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.