Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 25
Páll Imsland Prófessor G.P.L. Walker á Hawaii sæmdur heiðursdoktorstitli við Háskóla íslands og nokkur orð um jarðfræði- rannsóknir á íslandi Hinn 22. október 1988 var George Patrick Leonard Walker prófessor í jarðfræði við Háskólann í Honolulu á Hawaiieyjum sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við Raunvísindadeild Há- skóla íslands. Walker er fæddur í London á Eng- landi hinn 2. mars 1926. Hann lagði stund á nám í jarðfræði við Queens háskólann í Belfast á Norður-írlandi og tók þar bæði bakkalárs- (B.Sc.) og meistarapróf (M.Sc.), 1948 og 1949. Eftir það nam hann við háskólann í Leeds á Englandi og þar lauk hann doktorsprófi (Ph.D.) árið 1956. Fjall- aði doktorsritgerð hans um holufyll- ingar í tertíeru blágrýtislögunum í Antrim-héraði á Norður-írlandi. Þar er mikið um geislasteina, ýmsar kvartssteindir og kalsít, eins og er í tertíera jarðlagastaflanum hér á landi. Árið 1981 hlaut hann svo annan dokt- orstitil, D.Sc. við háskólann í Lund- únum. Hann var valinn félagi í Breska jarðfræðifélaginu og Breska steina- fræðifélaginu um 1951, bréfafélagi í Vísindafélagi íslendinga 1968 og félagi í Konunglega Vísindafélaginu í Lond- on árið 1975. Hann var sæmdur ís- lensku Fálkaorðunni (riddarakrossi) árið 1980 og Lyell-orðunni af Jarð- fræðifélaginu í London árið 1982. Hann var valinn vísindamaður ársins á Hawaii árið 1987. Eftir hann liggja yfir 100 ritgerðir í gagnrýnum fagtímarit- um og hann hefur haldið fyrirlestra á yfir 20 alþjóðlegum jarðfræðiráðstefn- um og sömuleiðis yfir 20 fyrirlestra á jarðfræðiþingum heima fyrir, þar sem hann hefur starfað, þ.e.a.s. á Eng- landi, Nýja Sjálandi og Bandaríkjun- um. Fleira má telja upp um frama hans og afrek sem vísindamanns. Walker hóf störf við rannsóknir og sem kennari við Imperial College of Science and Technology við Lundúna háskóla árið 1951 og þar starfaði hann til ársins 1978, er hann fluttist til Nýja Sjálands. Þar var hann við rannsóknir í þrjú ár og sat í rannsóknastöðu sem kennd er við kaptein Cook, hinn fræga landkönnuð, sem fann Hawaii- eyjar og lét þar líf sitt fyrir innfædd- um. Árið 1981 tók hann við prófess- orsstöðu í eldfjallafræðum við háskól- ann á Hawaii-eyjum (1. mynd). Prófessorsstaða þessi er kennd við heimsfrægan eldfjallafræðing sem átti starfsferil sinn á Hawaii. Þetta var prófessor Gordon A. Macdonald, sem Náttúrufræðingurinn 58 (4), bls. 199-211, 1988. 199

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.