Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 29
sem sífellt drógu að sér athygli manna
vegna sögu sinnar og virkni. Heklu-
gosið mikla 1947-1948 var mönnum
enn í fersku minni og enn var unnið
að rannsóknum á því. Hverasvæði
eins og Haukadalur með hinn fræga
Geysi voru sífellt undir smásjánni og
skýringa var leitað á orsökum hvera-
virkninnar. Hveragerði og Mosfells-
sveit nutu allmikillar athygli vegna
vaxandi áhuga manna á nýtingar-
möguleikum orkunnar. Hreyfingar
jöklanna og ástand þeirra og ekki síð-
ur áhrif þeirra á land og sögu voru
viðfangsefni manna af og til. Einnig
voru hér hafnar jarðskjálftamælingar.
Hins vegar var um að rœða fundar-
staði ýmiskonar jarðefna, eða jarðlög
sem frœðilega eru áhugaverð eða áttu
sér langa rannsóknasögu. Hér má
nefna fræga fundarstaði steinda eins
og geislasteinastaðinn Teigarhorn í
Berufirði, silfurbergsnámuna á Helgu-
stöðum í Reyðarfirði og gömlu
brennisteinsnámurnar í Þingeyjarsýslu
og á Reykjanesskaga. Einnig má
nefna fundarstaði sjaldgæfra bergteg-
unda, svo sem gabbró- og granófýr-
innskotin á Suðausturlandi og hrafn-
tinnustaði eins og Hrafntinnuhrygg og
Hrafntinnusker. Enn fremur má
nefna fundarstaði steingervinga eins
og við Brjánslæk á Barðaströnd, á
Tjörnesi og í Búlandshöfða, þar sem
steingervingarnir gáfu upplýsingar um
liðna tíð og staðhætti í jarðsögu lands-
ins.
Það má því með nokkrum rétti
segja að árið 1955 hafi jarðfræði ís-
lands einkennst af frægum stöðum
hingað og þangað um landið. Inn á
milli þessara staða var harla lítið ann-
að en blágrýti, sem menn vissu lítið
um og höfðu lítinn áhuga á. Móbergs-
fjöllin og eldstöðvarnar um miðbik
landsins voru þar nokkur undantekn-
ing. Þekkingin var ekki jöfn um land-
ið sem heild og sannast sagna skildu
menn ekki mikið í því hvernig þetta
land hafði myndast miðað við skilning
okkar á þeim málum í dag. Hinir
frægu staðir úti í gamla jarðlagastafl-
anum áttu sér ekki hliðstæður inni á
virku svæðunum, eins og þeir nú eiga
sér yfirleitt í huga okkar. Hugmynd
Wegeners um rek landa hafði ekki
náð fótfestu í heimi jarðfræðinnar al-
mennt og heildarmyndin af virkum
svæðum jarðarinnar var í molum.
Hérlendis örlaði þó ætíð á hugmynd-
um Wegeners í skrifum og umfjöllun
manna (sjá Páll Imsland 1984), en al-
gjörlega án þess skilnings á ferlinu eða
áhrifum þess á myndun og mótun
landsins, sem er fyrir hendi í dag. Það
kom ekki fyrr en síðar.
Skömmu áður en Walker hóf hér
rannsóknir sínar hafði hollenskur
jarðfræðistúdent komið hér til rann-
sókna um nokkurt skeið. Þetta var
Jan Hospers, sem vann að rannsókn-
um á seguleiginleikum bergs, einkum
í Vaðlaheiði og nágrenni. Hann komst
að því að seglusviðið sem stjórnar seg-
ulstefnunni, sem skráist í bergið þegar
hraunkvikan storknar hafði breyst aft-
ur og aftur (Hospers 1953 og
1954a,b,c). Áður höfðu menn mælt
mismunandi segustefnur í bergi, en
ekki var ljóst að um margendurtekin
skipti væri að ræða. Basalthraunlaga-
staflinn hér sýndi Hospers að í gegn-
um jarðsöguna höfðu þessi skipti orð-
ið aftur og aftur. Þar með var kominn
fram möguleikinn á því að mæla seg-
ulstefnur í bergi vítt og breitt og bera
saman á milli staða og greina jarðlaga-
syrpur af sama aldri. í þessu umhverfi
þekkingar og áhuga á jarðfræði ís-
lands hófst Walker handa á Austfjörð-
um. í upphafi var áhugi hans alls ekki
ólíkur íslensku jarðfræðinganna.
Hann hugðist rannsaka holufyllingar
og steindir þeirra. Þessar rannsóknir
203