Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 32
hans um íslenska jarðfræði skipta tug-
um, ef þær ná ekki hundraði.
Walker komst fljótlega í kynni við
prófessorana Þorbjörn Sigurgeirsson
og Trausta Einarsson sem unnu mikið
að rannsóknum á íslenskri jarðfræði.
Þeir höfðu tekið að nýta hér hug-
myndir Hospers um seguleiginleika
basaltsins og stundað rannsóknir á
segulstefnum í bergi og segulskiptum í
staflanum (Leó Kristjánsson 1982). Af
þeim lærði Walker margt um íslenska
jarðfræði að eigin sögn. Hann segist
hins vegar ekki hafa kynnst öðrum ís-
lenskum jarðfræðingum að ráði. Sig-
urði Þórarinssyni kynntist hann mjög
lítið, en lærði af skrifum hans um
gjóskulög og íslensk eldfjöll, að beita
mælingum og magnbundnum athug-
unum á alla þætti eldvirkninnar og
það sem hún framleiðir (sjá viðtal
H.Ó. við Walker í Morgunblaðinu
1988). Árið 1963 hófst gosið í Surtsey.
Þetta var undir lok reglulegra heim-
sókna Walkers til Islands sem voru ár-
ið 1965. Gos þetta breytti áhugasviði
hans allmikið og þó hann tæki ekki
þátt í rannsókn þess á meðan það
stóð, þá beindi gosið áhuga hans að
hreinum eldfjallafræðum sem hafa
verið hans aðalviðfangsefni alla tíð
síðan. Hann gerði síðar í félagi við
annan, grein fyrir eiginleikum gjósku
af Surtseyjargerð og hvernig lesa má
hegðun eldgosanna út út kornagerð
gjóskunnar (Walker og Croasdale
1972 og Walker 1973). Árið 1973 kom
hann hingað til að skoða gosið á
Heimaey. Þá var hann kominn á kaf í
eldfjallarannsóknir (3. mynd) og
stundaði þær mest á Azoreyjum, ít-
alíu og Kanaríeyjum. Síðar bættust
Nýja Sjáland, Indónesía og Hawaii-
eyjar við og raunar ýmis lönd önnur.
I sambandi við heiðursdoktorsút-
nefninguna kom Walker hingað til
lands og dvaldi hér í nokkra daga.
Hann hélt þá fjóra fyrirlestra á vegum
Háskóla íslands og Sigurðarsjóðs. Sig-
urðarsjóður var stofnaður árið 1987 til
minningar um prófessor Sigurð Þórar-
insson jarðfræðing. Hann er í vörslu
Jarðfræðafélags íslands og er ætlaður
til þess að standa straum af kostnaði
við að fá hingað til lands erlenda fyrir-
lesara um jarðvísindi og er Walker
fyrsti fyrirlesarinn á vegum sjóðsins.
Fyrirlestrarnir fjölluðu um:
1) Eldfjallafræði Hawaii-eyja og
heita reitsins undir þeim.
2) Eldfjallafræði Taupo eldfjalla-
svæðisins í Nýja Sjálandi.
3) Þunn en mikið sambrædd
gjóskulög.
4) Nýjungar í rannsóknum á hraun-
um.
Voru öll erindin vel sótt og gerður
góður rómur að máli hans. Frásögn
hans er afar skýr og skilmerkileg, ekki
örlar á málaflækjum eða aukaatrið-
um. Gögn hans eru mikilvæg og ætíð
vandlega fengin og gaumgæfilega
túlkuð. Honum liggur lágt rómur, svo
að erfitt getur verið að heyra mál
hans, en það virðist ekki koma í veg
fyrir að til hans flykkist áheyrendur og
stúdentar. Hann sýndi glöggt í þessum
erindum, að þrátt fyrir 62 ára aldur er
andi hans og áhugi á jarðfræði ennþá
eins og ungs manns. Enn frekari sönn-
un þess er, að hann notaði hverja
stund sem hér gafst frí, til þess að fara
út í náttúruna og skoða og mæla ís-
lensk eldfjöll og fyrirbæri þeirra.
Þetta er í fullu samræmi við þá
mynd sem almennt er dregin upp af
Walker. Þar sem hann kemur á ráð-
stefnur og þing notar hann hvert
augnablik sem gefst til þess að skoða
jarðfræði viðkomandi staðar, jafnvel
svo að málefni þingsins sitja heldur í
skugganum. Um þetta getur undirrit-
aður dæmt af eigin raun. Á fjölmennu
þingi eldfjallafræðinga á Hawaii árið
206