Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 33
3. mynd. George P.L.
Walker safnar sýni af ösku-
lagi úr skurðbakka austur í
Rangárvallasýslu sumarið
1980. Dr. G.P.L. Walker
sampling a tephra layer in a
ditch in Southern Iceland in
1980. (Ljósm. photo Ómar
Bjarki Smárason).
1987 sem haldið var í tilefni af 75 ára
starfsafmæli eldfjallastöðvarinnar á
Hawaii (annarrar elstu eldfjallastöðv-
ar í heiminum) mætti Walker að
morgni dags til þess að halda erindi
sitt á þinginu. Það var skýrt og
skemmtilegt, eins og við var að búast
af honum, en um eftirmiðdaginn sást
til hans úti í hrauni eina 50 km frá
ráðstefnuhöllinni þar sem hann var að
mæla stærðir á gasblöðrum og gas-
skútum í helluhraunum. Daginn eftir
var hann þar einnig. Þess skal getið að
háskólinn sem hann starfar við á
Hawaii-eyjum er staðsettur í Hono-
lulu á eyjunni Oahu, en ráðstefnan
var á eyjunni Hawaii einum 250 km
sunnar í Kyrrahafinu.
Það fer ekki á milli mála, að Walk-
er hefur, að öðrum ólöstuðum, lagt ís-
lenskri jarðfræðikunnáttu mest lið er-
lendra manna. Gæði verka hans hér
urðu snemma ljós og má í því sam-
bandi minna á ritfregnir Trausta Ein-
arssonar og dóma hans um rannsóknir
erlendra vísindamanna hér á landi fyr-
ir nærri 30 árum (1960). Það er einnig
orðið ljóst að hann er meðal fremstu
vísindamanna á sviði eldfjallafræða á
jörðinni í dag. Hann hefur fært þessari
fræðigrein gífurlega mikið af efniviði í
formi gagna og hugmynda og hann
hefur sjálfur allra manna mest og best
kunnað að vinna úr þeim efniviði. Á
síðustu tveim áratugum hefur orðið
gjörbylting á þekkingu okkar og skiln-
207