Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 38
FRJÓKORN ÓLAFSSÚRU Myndin sýnir frjókorn Ólafssúru (Oxyria digyna (L.) Hill) eins og það lítur út í rafeindasmásjá. Stækkunin er nærri 5000 föld. Raunveruleg stærð er nálægt 0,02 mm (20 míkron). Frjókornið er hnöttótt með þrem rifum (colpus), sem liggja eins og lengdarbaugar, á hverri rifu er eitt gat {porus). Á myndinni má sjá tvær slíkar rifur, en götin eru ekki greinanleg. Ólafssúrufrjó tilheyra því flokki „tricolporate“ frjókorna. Ættkvíslin Rumex, sem hundasúra og túnsúra eru af, myndar mjög áþekk frjókorn. Síðastliðið sumar, þegar magn frjókorna í borgarloftinu var mælt, reyndist þessi gerð frjókorna vera næstalgengust, á eftir grösum. Ólafssúra er heimskauta- og fjallajurt en hinar súrurnar tvær fylgja fremur byggð og jarðraski af mannavöldum. Þess vegna er líklegra að flest súrufrjó á Reykjavíkursvæðinu séu komin frá hunda- og túnsúru fremur en Ólafssúru. Ljósmyndin var tekin á Rafeindasmásjárstofu Dýrafræðistofnunar- innar í Lundi, Svíþjóð. Margrét Hallsdóttir Náttúrufræöingurinn 58 (4), bls. 212, 1988. 212

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.