Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 41
tilefni til umræðna. Hvað skyldu margir ís- lenskir jarðvísindamenn t.d. vera sammála þessari staðhæfingu Páls: „Pað (ritið al- þýðlega að mati Páls, innsk. höf.) sneiðir frekar hjá vaxtarbroddi fræðanna ef hug- myndir þeirra hafa ekki enn öðlast sess innan fræðanna eða eru alvarlega um- deildar vegna þess að rannsóknir á þeim eru ekki það langt komnar að þær hafi skilað fræðunum betur skiljanlegum til okkar“? (bls. 44, PI). Ekki ég. Fimmtán ára reynsla mín við kennslu, skrif og þáttagerð segir mér að þessu er þveröfugt farið. Áhugi leikmanna er hvað mestur þegar umdeildu nýjungarnar, misflóknar kenningar og alla umræðuna ber á góma. Sem sagt: Vaxtarbroddana inn í alþýðurit- in! Niðurstaða mín er þessi: Hugmyndir Páls Imsland um alþýðleg fræðirit sýna að tilgangslaust hefði verið fyrir höfund ís- landselda að romsa upp margföldum eigin skilgreiningum á alþýðlegu fræðiriti. Hug- myndirnar sýna líka að mælistika gagn- rýnandans er í raun jafn mikið deiluefni og innihald verksins sem hann er að gagn- rýna, í þessu samhengi. MEGINTEXTINN: NOKKUR ANDSVÖR Gagnrýni Páls Imslands á megintexta bókarinnar er þríþættur: Honum finnst höfundur fjalla lítið um ferli eldvirkninn- ar, eins konar baksvið eldgosanna. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við orðalag og loks finnur hann faglegar villur og ann- arlegar áherslur. Skoðum atriðin nánar: 1. Páll segir að svo virðist sem ferli eldvirkninnar sé „höfuðóvinur höfundar“, að höfundur „leggi það ekki á lesendur sína að skilja mikið í eldvirkni“ og að höf- undur hafi „sneitt hjá því að fjalla um ferl- in“ (bls. 49, og 45, PI). Höfundur gerir grein fyrir því a.m.k. fjórum sinnum í inngangi að íslandseldum að bókin sé eldgosasaga. Að því leyti er bókin lík ritinu sem Páll kvartar yfir að höfundur nýti ekki sem heimild, Eldfjalla- sögu Þorvaldar Thoroddsen. Þorvaldur fjallar ekkert um bakgrunn eldgosa. Það er þó gert að svolitlu marki í íslandseld- um. Það liggur líka í augum uppi hvers vegna ekki er lögð mikil áhersla á al- menna eldfjallafræði í þeirri bók. Höfund- ur valdi sér afmarkað svið til að fylla í að- eins 180 síður. Hann telur þó, eins og að framan segir, rétt að skýra ýmis almenn atriði (og séríslensk) er varða eldvirknina í einum kafla og flétta ennfremur slíku efni inn í aðra kafla enda þeir ekki samdir eftir rígbundnum staðli eða í samræmi við fast- ákveðna uppbyggingu. Endurtekningar eru hafðar viljandi á víð og dreif til að festa atriði betur í minni lesandans. Inn- gangskaflinn fjallar berlega mest allur um fyrirbœri og ferli eldvirkninnar og atburði í forsögu nútíma eldvirkni, - rétt eins og millifyrirsagnirnar sýna, t.d. Uppruni kviku og Rek- og gosbelti færast - en þó aðeins að því marki sem höfundur telur að sé bráðnauðsynlegt til að fylgja ferð hans um landið og 10.000 ára gossögu. Áðurgreindar fullyrðingar Páls eru rangar og misvísandi. Höfundur hefði gjarnan viljað kljást miklu meir við annað helsta áhugasvið sitt í jarðvísindum: Or- sakir eldvirkni og jarðeðlisfræðilegar kannanir á undirlögum íslands. Hvoru tveggja á að heita „höfuðóvinur“ höfundar ásamt með mörgum öðrum þáttum eld- virkninnar. Undir þessi atriði og þau 9-10 sem Páll setur í lista (bls. 44, PI) þyrfti 50- 100 síðna rými til lágmarksumfjöllunar þannig að almenningur væri með á nótun- um. Raunar er þarna efni í væna bók ef vel ætti að vera. Marklaus gagnrýni Páls tekur mið af óskrifaðri bók og felur auk þess þá staðreynd að höfundur margítrek- ar að hann skrifi eldgosasögu (bls. 6 og 7, ATG); almennan fróðleik eins og Páll seg- ist reyndar finna nóg af í íslandseldum (bls. 49, PI) og er það vel. 2. Athugasemdir Páls við útskýringar á 52 völdum hugtökum aftast í bókinni eru líka byggðar á óskum hans um allt aðra bók sem kynnir baksvið eldvirkni miklu betur en til stóð í íslandseldum. Honum finnast hugtökin sem varða ferli eldvirkni fá. Auðvitað; það er í fullu samræmi við yfirlýst efnistök. En þegar Páll kvartar undan að það vanti skilgreiningu á eldgosi og jarðskjálfta er freistandi að spyrja á móti: Átti ritið að vera, auk annars, yfir- gripsmikil uppflettiorðabók? Eða skyldi 215

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.