Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 45
er látið nægja að kynna hana. En að nafn
Sigurðar Þórarinssonar sé ekki á bók fært
er rangt því hann er sagður til rannsóknar-
sögunnar í formála bókarinnar, sem for-
göngumaður gjóskurannsókna.
SKÝRINGARMYNDIR, TÖFLUR OG
HEIMILDIR
Um ljósmyndir mun ég ekki fjalla rúms-
ins vegna né heldur um kort eða innskots-
texta. í stað þess koma hér nokkrar at-
hugasemdir vegna gagnrýni Páls á skýring-
armyndir, töflur og heimildalista.
Páll gagnrýnir skýringarmynd á bls. 14.
Hann segir litina ekki skýrða en í texta
með myndinni stendur: „Mismunandi
rauðlitun táknar mismunandi mikla hlut-
bráð“! Að auki er það ofætlun að myndin
skýri hvernig kvika endurnýjast í hlutbráð-
inni kvikulinsu undir Vestmannaeyjum.
Hver veit hvernig það gerist og hvort það
gerist?
Einn gagnrýnandi annar en Páll (af
fimm) hefur gert athugasemd við kviku-
hólf á mynd á bls. 21. Menn hneigjast til
þess að sjá hólfið til hliðar við öskjuna.
Hluti þess er það líka. Mín hugmynd var
einfaldlega þessi: Hólfið er egglaga og er
langásinn láréttur og liggur á ská inn í
myndina. Askjan er ofan við þykkasta
hlutann (inni í kubbnum) en aðeins er
skorið af bláendanum sem sést í sniðinu
ásamt einum af mörgum göngum sem
liggja frá hólfinu. Kröflumyndin á bls. 34
sýnir framhlið gossprungu (gang) sem sker
kvikuhólf og eru örvar notaðar til að sýna
færsluáttir kviku. Myndatextinn er fylli-
lega skýrandi. Páll kvartar undan því að
gangurinn sjáist ekki í myndfletinum og
amast við örvunum. Ef gangurinn ætti að
vera aðalatriðið, væri framhlið kubbsins
einfaldlega rauð eins og lagið undir og
myndin sýndi alls ekki skýrt hvaða mögu-
leikar eru á hreyfingu kviku upp í eða
langs eftir viðkomandi sprungu sem sést
sem opin sprunga, misgengi eða gígaröð á
yfirborðinu. Gangurinn á norðurveggnum
er ekki sá hinn sami og framhliðin sýnir
enda til hliðar við sprunguna sem þar er
og á að tákna afleiðingu kvikuhlaups úr
kvikuhólfinu eða kvikulaginu þar undir og
því ekki endilega tengdur kvikulaginu
undir Kröflu, því möguleikarnir eru tveir.
Að öllu þessu sögðu er einsýnt að myndin
er alls ekki eins flókin eða illskiljanleg og
Páll vill vera láta. Hún er fengin að láni
lítt breytt úr skýrslu Axels Björnssonar á
Orkustofnun.
Á gagnrýni á mynd á bls. 78 felst ég
ekki. Allir sem ég hef spurt sjá ekki betur
en súra kvikan komi úr kvikuhólfi Torfa-
jökuls þótt fölrautt kvikuhlaupið (basalt-
gangur) sé ekki gult í ofanálag. Og bas-
altið undir súru bráðinni í hólfinu er há-
rautt og neðan gangsins þannig að hætta á
ruglingi er hverfandi.
Myndir af Heklu og Tindfjallajökli bera
báðar botn þar sem hlykkjótt lína og
óræður dökkur flötur eru neðst á þeim
báðum. Með þessu vill höfundur sýna að
þarna sé sleppt að útskýra berggrunninn.
Þarna er hvorki um að ræða þá nýjung eða
galla sem Páll veltir fyrir sér. Myndin af
Tindfjallaeldstöðinni er hins vegar rétti-
lega dæmd gölluð í heild sinni. Henni var
bætt við á síðustu stundu og hún var ekki
rétt hönnuð. Um hana verður skipt.
Páll Imsland fellst ekki á töflu um berg-
tegundaraðir á íslandi (bls. 13, ATG).
Hann vill t.d. ekki að „transitional“ basalt
sé nefnt millibasalt. Mér sýnist ástæðan
vera sú að annars staðar í heiminum eru til
millistig milli bergætta en jafnframt eru
þau millistig ólík þeim íslensku. Skýrt er
tekið fram í íslandseldum að hér sé um
flokkun á íslenskum bergtegundum einum
að ræða og notað er kerfi sem einhverjir
íslenskir sérfræðingar að minnsta kosti
hafa fært sér f nyt - þó ef til vill megi telja
að um einföldun sé að ræða. Og hvað ank-
aramítið undir Eyjafjöllum áhrærir þá
þykist ég vita um fræðilegu umræðuna um
greiningu þess, rétt eins og um þóleiítið í
Öræfajökli. Meðan öll þessi tiltölulega
fræðilegu mál eru ekki á hreinu er töflu-
skiptingin ekki gróf synd.
Páll gerir furðulegt stúss í kringum þrjár
töflur er geyma óviss eða hugsanleg
(möguleg) gos sem talin eru hafa orðið í
nokkrum þekktum eldstöðvum. Þar eru
þó bæði ártöl og umsögn um heimild (t.d.
orðið óviss), jafnvel spurningarmerki!
Gildi svona taflna er fólgið í því að þær
sýna bæði hæpin og örugg gögn (eða óviss
219