Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 50
inga. Póra Ellen Pórhallsdóttir var endur-
kjörin formaður. Aðrir sem áttu að ganga
úr stjórn voru Ingólfur Einarsson og Eva
G. Þórhallsdóttir. Ingólfur var endurkjör-
inn en Eva baðst undan endurkjöri og var
Björg Þorleifsdóttir líffræðingur kosin í
hennar stað. Varamenn í stjórn voru kjör-
in áfram þau Gyða Helgadóttir og Einar
Egilsson. Magnús Árnason og Sveinn Ól-
afsson voru áfram kosnir endurskoðendur
og Þór Jakobsson til vara.
Einar Egilsson greindi frá störfum
áhugahóps um byggingu náttúrufræðihúss.
Ágúst H. Bjarnason, sem sæti átti í nefnd
menntamálaráðherra um byggingu nátt-
úrufræðihúss, sagði frá störfum og niður-
stöðum nefndarinnar. Meirihluti nefndar-
innar lagði til að komið yrði á fót sjálfs-
eignarstofnun með þátttöku ríkis,
Reykjavíkurborgar, Háskóla Islands og
fleiri skóla og rannsóknastofnana.
Sigurður H. Richter greindi frá störfum
dýraverndarnefndar. Skýrsla barst frá
Hlyn Óskarssyni um aðalfund Landvernd-
ar.
Formaður gerði grein fyrir tillögum
stjórnar um hækkun árgjalds og var ein-
róma samþykkt að árgjald fyrir 1988 skyldi
vera kr. 1500.
Þór Jakobsson bar upp tillögu um björg-
un hvítabjarna sem villast að Islands-
ströndum. Að loknum nokkrum umræð-
um var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags, haldinn laugardaginn 20. febrúar
1988, skorar á menntamálaráðuneytið að
stuðla að aukinni þekkingu á hvítabirn-
inum (Ursus maritimus). Menntamála-
ráðuneytið láti kanna í samráði við er-
lenda hvítabjarnafræðinga, t.d. í Kanada,
Noregi eða Sovétríkjunum, hvort ráð séu
til að a) ná þeim hvítabjörnum lifandi
sem berast hingað til lands á ís úr Austur-
Grænlandsstraumi og b) bjarga þeim
aftur yfir á meginísinn handan Islands-
hafs.
Einnig var samþykkt eftirfarandi álykt-
un borin upp af Þóru Ellen Þórhallsdótt-
ur: Aðalfundur Hins íslenska náttúru-
fræðifélags, haldinn laugardaginn 20.
febrúar 1988, treystir því að menntamála-
ráðherra fylgi fast eftir áliti nefndar um
byggingu náttúrufræðihúss. Á næsta ári
verða 100 ár liðin frá því að Hið íslenska
náttúrufræðifélag var stofnað og 42 ár frá
því að ríkið þáði náttúrugripasafnið að
gjöf frá félaginu og skuldbatt sig til að
byggja yfir safnið. Félagið skorar á stjórn-
völd að taka ákvörðun um byggingu nátt-
úrufræðihúss fyrir aldarafmæli félagsins.
FRÆÐSLUFUNDIR
Á síðasta ári voru haldnir sex fræðslu-
fundir í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi
Háskólans. Að venju voru þeir haldnir
síðasta mánudag hvers mánaðar og var
efni fjölbreytilegt.
janúar: Agnar Ingólfsson: Náttúrufar á
Costa Rica. Fundargestir voru um 60.
febrúar: Páll Imsland: Eldvirkni á Jan
Mayen og Island: uppruni og þróun
virkninnar í ljósi óstöðugra rekbelta á
Norður-Atlantshafssvæðinu. Fundar-
gestir voru 54.
mars: Ólafur Karl Nielsen: Litli skratti -
um lifnaðarhætti smyrils á íslandi.
Fundargestir voru 83.
apríl: Kristján Sæmundsson: Gossaga
Kröflu. Fundargestir voru 66.
október: Margrét Hallsdóttir: Breyting á
gróðurfari í kjölfar landnáms. Fundar-
gestir voru 91.
nóvember: Páll Einarsson: Hugsanlegt
þrýstingssamband milli íslenskra eld-
stöðva. Fundargestir voru 99.
Eins og sést var fundarsókn jöfn, en alls
mættu á fyrirlestrana um 450 manns, eða
75 manns að jafnaði. Er þetta betri fund-
arsókn en mörg undanfarin ár og er von-
andi að hún haldi áfram að aukast.
Áhersla hefur verið lögð á að betri kynn-
ingu á fyrirlestrunum og eru nú festar upp
um eða yfir 40 auglýsingar á stofnunum og
skólum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig eru
fréttatilkynningar sendar til dagblaða eins
og verið hefur. Því er nær undantekning-
arlaust vel tekið þegar þess er farið á leit
við menn að þeir haldi fyrirlestra fyrir fé-
lagið og þakkar stjórnin fyrirlesurum
þeirra framlag. Einnig vill stjórnin þakka
224