Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 52
og að Jökulsárlóni. Á leiðinni var stansað við Svínafellsjökul þar sem Páll Einarsson sagði mönnum frá fróðlegum göngum í fjallinu. Sigurður Björnsson á Kvískerjum bættist í hópinn og sagði frá Breiðamerk- urjökli og Breiðamerkursandi og Eyþór Einarsson upplýsti menn um gróður í Esjufjöllum og öðrum jökulskerjum sem sáust í fjarska. Hádegisnestið var snætt við skála Jöklarannsóknafélagsins og gengið upp að jöklinum. Næst var ekið í Ingólfs- höfða, en sú ferð gerðist lengri en áætlað var. Sandurinn var óvenju þurr og festust bflarnir hvað eftir annað, þótt allir væru þeir með drif á öllum hjólum. Stærsti bfll- inn gat þó dregið hina upp og komust allir í Höfðann. Par uppi var hið fegursta skyggni og blasti suðurströndin við til beggja átta en inn til landsins fjöll og jökl- ar og er þetta ekki sísta sjónarhornið á Öræfajökul. Veður hélst hið fegursta og hlustuðu menn á Sigurð Björnsson rekja margt fróðlegt um sögu byggðarinnar. Á eftir var gengið að bjarginu og fuglarnir skoðaðir undir leiðsögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar. Um 20 manns gistu í Höfðanum um nóttina. Þeir voru vaktir af Kristni Hauki klukkan 2 og skriðu út mis- vel vakandi. Hófst nú leit að sjósvölum sem um þetta leyti koma af hafi í holur sínar í höfðanum. Heldur fóru svölurnar hljótt þessa nótt en þó sá um helmingur hópsins þær. Á sunnudegi var haldið heimleiðis. Há- degisnestið var snætt við Tröllshyl í Land- broti og þar ræddi Jón Jónsson um gos- sögu Skaftárelda og aldur hraunanna. Fyr- irhugað var að skoða Dyrhólaey, en veður versnaði er vestar dró og var því hætt við það. Til Reykjavíkur var komið um sjö- leytið um kvöldið. Þátttakendur í ferðinni voru alls 148. Gefinn var úr 20 blaðsíðna bæklingur í tilefni ferðarinnar þar sem dreginn var saman fróðleikur um jarð- fræði, gróður og dýralíf og sögu sveitar- innar milli sanda. Höfundar að bæklingn- um voru Eyþór Einarsson, Hálfdán Björnsson, Páll Imsland, Ragnar Stefáns- son, Sigurður Björnsson og Þorleifur Ein- arsson. Aðsókn að löngu ferðinni var mun meiri en hægt var að sinna. Biðlista var lokað þegar 200 manns höfðu skráð sig. Svipað var uppi á teningnum árið 1987 fyr- ir ferðina á Rauðasand og Látrabjarg. Þá voru þátttakendur 125 og aftur komust mun færri en höfðu skráð sig. Ferðin síð- astliðið sumar mun vera fjölmennasta ferðin sem farin hefur verið á vegum fé- lagsins (148 manns). Þessi mikla þátttaka er félaginu vissulega gleðiefni, en spurning er hvort æskilegt sé að hafa ferðirnar svo fjölmennar. Félagið vill kappkosta að allir sem vilja geti komist með, en hinu er ekki að neita að svo fjölmennar hópferðir eru þyngri í vöfum og fá á sig annað yfirbragð en ferðir minni hópa. Stjórnin vill ógjarn- an takmarka þátttöku svo að minnihluti þeirra sem vilja, komist með. Líklega yrði erfitt að fara tvisvar þar sem ferðirnar eru óhjákvæmilega á þeim tíma sem dýr- mætastur er náttúrufræðingum til rann- sókna. Stjórnin færir öllum þeim þakkir sem tóku að sér leiðsögn og fararstjórn eða lögðu á annan hátt fram krafta sína fyrir félagið. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jón- assonar lagði til bfla í allar ferðirnar og á sérlegar þakkir skildar fyrir að útvega fjóra trukka fyrir löngu ferðina, en án þeirra hefði ekki verið hægt að fara í Ing- ólfshöfða. Stjórnin vill sérstaklega þakka bflstjórunum frá Guðmundi Jónassyni fyr- ir lipurð og hjálpsemi, einkum í löngu ferðinni. Þá þakkar stjórnin Náttúru- verndarráði góða fyrirgreiðslu í þjóðgarð- inum í Skaftafelli. ÚTGÁFU STARFSEMI Útgáfa Náttúrufræðingsins hefur gengið vel. Nú eru að koma út tvö síðustu hefti 57. árgangs. Ritstjóri Náttúrufræðingsins var Árni Einarsson, en hann hefur nú sagt því starfi lausu og mun hætta störfum um mitt þetta ár. Árni hefur nú verið ritstjóri um 3ja ára skeið. Þegar hann tók við rit- inu hafði útgáfa þess dregist nokkuð aftur úr en hún er nú komin á réttan kjöl. Stjórnin þakkar Árna fyrir frábær störf sem ritstjóri. Það er því með eftirsjá að stjórnin horfir á Árna hverfa til annarra starfa, en veit jafnframt að valist hefur góður maður í staðinn. Við ritstjórninni 226

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.