Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12
6 NÁTTÚRUFR. milli tánna. Halinn er breiSur og flatur, með nokkuð stórgerðu hreistri, en annars nærri ber, og notar dýrið hann til að styðja sig við á landi og stýra sér með á sundi. Lengdin á fullorðnu dýri er 75—95 cm. og halinn 30 cm. að auki. Þyngdin 20—30 kg. Þó geta þau orðið töluvert þyngri; fyrir 40 árum veiddist dýr við Elbe á Þýzkalandi, sem var 48 kg. að þyngd. Þannig er þá bjórinn útbúinn til starfsins frá náttúrunnar hendi. Eins og áður er getið, hagar hann því ávallt svo við híbýli sín, að inngangurinn sé nokkuð undir yfirborði vatnsins. Nú vill vatnið stundum lækka svo, að ingangurinn verði opinn, en það þolir hann ekki. Til þess að koma í veg fyrir það gerir hann stýfl- ur fyrir neðan bústaðinn, til þess að halda vatninu ávallt í sömu hæð. Trén, sem hann hefir fellt, eins ,og áður er getið, eru stund- um nokkuð uppi á landi og burðast hann þá með bútana, oft furðustóra samanborið við stærð hans, úit í vatnið. Hann fer allt- af sömu slóðana, en af því að oft er votlent þar sem hann starfar, myndast þarna skorur og verður honum þá auðveldara um flutning- inn. Stundum er talið, að hann beinlínis grafi þessar skorur fyrir trjáflutninginn, en ekki hefir það verið sannað. Stýfluna gerir hann þannig, að hann rekur trjábútana á endann niður í botnleðjuna, í fyrstu á þann hátt, að þeir hallast í straum- inn. Þannig heldur hann áfram að hlaða úr trjábútum, leðju og sandi þangað til kominn er garður, sem stendur upp úr yfir- borði vatnsins og er eins langur og með þarf eftir því hvernig til hagar með strauminn. Garðar þessir eru alls engin smásmíð) oft og einatt. Þeir hafa verið mældir 150—200 metrar á lengd, 4—6 metra breiðir niðri við botn og 1—2 metrar á hæð. Smærri grein- ar og grastægjur eru notaðar til uppfyllingar og svo þéttað með leðju, eins og áður er getið. Straummegin eru garðarnir nærri lóðréttir en með allmiklum halla hinum megin. Ekki eru garð- arnir alltaf beinir, þvert á strauminn, né heldur að miðjan myndi nokkurn sérstakan vatnsbrjót, heldur liggja þeir oft í dálitlum boga undan straumnum. Myndist skörð í garðinn, svo að vatnið lækki af þeim ástæðum, eru þau óðara fyllt upp. En bjórinn byggir fleira en stýflugarða, þó að þeir séu merk- asta smíðin. Hann hleður einnig upp híbýli handa sjálfum sér. Eg hefi áður getið þess, að hann græfi sér greni í fljóts- eða vatnsbakka, með innganginn í kafi. Það er óbrotnasta vistarver- an og notuð helzt af einstaklingum. En hann er félagslyndur, og lifi hann við góð skilyrði og í fullkomnu næði fyrir mönnum eru

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.