Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 14
8 NÁTTtíRXJFR. framfótunum. Þúfur og leirkekki losa þeir upp í stórum stykkj- um og nota til þess bæði framfætur og tennur. Með tönnunum losa þeir um kekkina, stinga svo framfótunum undir þá, þannig að „handarbakið“ veit upp, og nú rís bjórinn upp á endann og kjagg- ar svo af stað á afturfótunum með byrðina, verður þó að fara varlega og styður sig öðru hvoru með öðrum framfætinum. Lausri mold og sandi hleður hann upp í hrúgu, skýtur svo báðum fram- fótunum undir hrúguna og mjakar henni þannig áfram, jafnvel marga metra ef svo stendur á. Við starfið notar hann skottið til þess að halda jafnvægi, en aldrei sem múrsleif. Eins og hjá flestum dýrum, sem eitthvað byggja upp, er það kvendýrið, sem er aðal-byggingameistarinn; karldýrið hef- ir meira flutninginn með höndum. Bæði eru þau starfandi mest- an hluta ársins, en ekki allt af með sama ákafa. Að sumrinu og fram á haust gera þau meira að því að leika sér en að byggja; en þegar vetur og kuldi nálgast, vinna þau baki brotnu alla nóttina. Það hefir verið margsinnis athugað, að þau hafa næma tilfinningu fyrir veðurfari, og búa sig undir harðindi svo vel, sem föng eru á“. „Exinger hefir haft tamda bjóra undir höndum“, heldur Brehm áfram, „er hann hafði í all-stórri tjörn, þar sem þeir áttu hægara með að halda sínum eðlilegu lifnaðarháttum held- ur en mínir bjórar. Þar byggðu þeir sér þó ekki hreysi sín, heldur grófu þau út; tóku þau yfir all-stórt svæði og voru með mörgum vistarverum. Gólfin þöktu þeir með tréspónum, er þeir spændu sjálfir af. Þarna lágu þeir allan daginn. Þegar stormur var, lágu þeir einnig inni um nætur, en skruppu þó út til þess að ná sér í fæðu. Ef vatnið hækkaði, svo að það leitaði inn í híbýli þeirra, tóku þeir óðara til við að grafa ný greni ofan- við hin; ef vatnið lækkaði, grófu þeir útgöngudyrnar dýpri. Kæmi það fyrir, að jarðlagið yfir greninu hryndi, hjálpuðust þeir allir að strax næstu nótt að laga það. Sumir nöguðu sund- ur trjágreinar þær, sem með þurftu, aðrir fluttu þær til stað- arins og lögðu þær ýmsa vegu yfir opið, enn aðrir voru önnum kafnir við að ná leir og leðju upp úr vatninu og blanda það sefi og grasrót, til þess að fylla holurnar milli greinanna, og var allt gert þétt. Áður en kólnaði, drógu bjórarnir allan pílvið og ösp, er þeir höfðu fellt, niður í tjörnina, stungu hin- um gildari stofnum skáhallt niður í leðjuna, með laufinu upp, fléttuðu greinamar um aðra stofna, er þeir lögðu í ýmsar áttir yfir hina. Það leit að lokum út sem timburfloti, er þarna hefði

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.