Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 35
NÁTTÚRTJFE.
29
;sem fastur botngróður meðfram ströndunum, þar sem þeim býðst
uægileg fótfesta, eins og klappir, klettar, stórir og smáir steinar,
idauðar og lifandi skeljar, hafnarvirki, sokkin skipsflök o. fl. Hins-
vegar geta þeir ekki haldist við á leir- og sandbotni, eins og t. d.
við hina sendnu suðurströnd Islands.
Þar sem botninn er hentugur, lifa þörungarnir, eins og áður
er sagt, frá smástraums-flæðarmáli og niður á 100 m. dýpi eða
þar um. En þeir eru ekki allir eins, í þessu tilliti, og hafa menn
því skipt heimkynnum botngróðursins í þrjú „belti“ ofan að og
niður úr. Efsta beltið, að stórstraums-fjöruborði, nefnist fjöru-
eða þangbeltið (lítóralbeltið), þar sem mest ber á þangi, sölvum,
grænþörungum og fjörugrösum (neðst), svo tekur við djúpgróð-
ur- eða þarabeltið (súblitóralbeltið), þar sem ýmsar þarategundir
og rauðþörungar eru yfirgnæfandi, niður að 40 m., og þar fyrir
:neðan tekur svo við djúp- eða kalkþörungabeltið, þar sem gróð-
urinn er lítið annað en kalkhertir, kóralkenndir, rökkurelskir rauð-
þörungar.
I hinum kaldari höfum, þar sem mikill er munur hita og bii'tu,
ifcftir árstíðum, hefir botngróðurinn sinn blómgunar- og vaxtar-
tíma á vorin og sumrin, lauffallstíma á haustin og stuttan dvala-
tíma á vetunia, því að blómgunin byrjar þegar með útmánuðum.
— Það yrði of langt mál að skýra nánara frá því hér, hvernig
æxlun og vexti ýmissa þörunga háttar, og verður að nægja að geta
þess, að æxlunm er ýmist gró- eða eggæxlun, auk þess sem sprota-
æxlun er tíð. í sjávarrótinu við opið hafið, við ísalög í fjörðum
og á annan hátt, losnar oft mikið af ýmsum botngróðri, sem ýmist
skolast á land, sekkur niður í dýpið (eins og betur verður vikið að
isíðar) eða, þegar um þang með loftblöðrum (bóluþang), sargassó-
þang o. fl. er að ræða, flýtur út um allan sjó og getur lifað
þar lengi.
Þess hefir áður verið getið, að botngróður sjávarins er miklu
meiri og blómlegri í köldum höfum, en í heitum, og miklu meiri
og þriflegri úti við opið hafið, þar sem brimrótið er mest, og í
þröngum sundum, þar sem straumar eru harðir, en í kyrrsævinu
innfjarða. Hér við land er gróðurinn sízt minni eða fábreyttari
•en í nágrannalöndunum; hér er gnægð sölva, fjörugrasa, feikn
af þangi, bóluþangi, klóþangi og skúfaþangi, sem þekur útkjálka-
fjörurnar á stórum svæðum, svo hvergi er auður blettur, en fyrir
neðan lægsta fjöruborð taka við víðáttumiklir þaraskógar; þar
skiptast á markjarni, beltisþari, kerlingareyra, hrossaþari o. fl.,
.að sínu leyti eins og ýmis tré í skógum þurrlendisins. — Hér