Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 16
10 NÁTT0RUFR. heita, að hann sé útdauður í Evrópu. Á Þýzkalandi eru nokkur dýr við Elbe, vernduð sem fornminjar. 1 Noregi eru einnig of- urlitlar leifar til á Þelamörk. í Svíþjóð var hann friðaður um 1870, en það stóðst á endum, að þá var þar ekkert dýr eftir lifandi! — Dýrin á Þelamörk og við Elbe munu vera einu leifarnar, sem til eru af bjórnum í Evrópu.* En þrátt fyrir friðun á hon- um, er varla friðland í hvorugum staðnum. Timburflutningar á Þelamörk og bátaferðir eftir Elbe gera honum lífið ónæðisamt. Nokkurt ógagn þykir hann gera á skógi. Svæðið við Elbe væri löngu orðið ræktað, ef ekki væri haldið í það fyrir hann, og aukast má hann ekki neitt að ráði, því að út fyrir hin eigin- legu heimkynni sín má hann ekki fara, né heldur eru þar lífsskilyrði fyrir hann. í Ameríku mun honum vera orðið útrýmt alls staðar nema norðan til í Kanada. Þar eru enn stór landssvæði óbyggð, þar sem eru þó lífsskilyrði fyrir hann. En þar eru líka veiðimenn frjálsir athafna sinna, og mun honum því fækka þar óðum. Það er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að þessum einkenni- lega, ferfætta verkfræðing verði tortímt að fullu áður en langt um líður, jafnvel mest af hinum tvífættu starfsbræðrum sín- um, þó að þeir séu miklu yngri í faginu en hann! En eigingimi og hagsýni geta þó stundum haft endaskifti á hlutunum, og svo er hér. Það kostar erfiði mikið og fyrirhöfn að ferðast um víð- áttumiklar óbyggðir og leita uppi veiðidýr, sem allt af fer þverrandi. Þá eru hægri heimatökin, að rækta dýrin heima hjá sér. Þetta eru menn nú einmitt farnir að gera við bjór- inn, og virðist mér sem það muni einmitt verða lífgjafi hans. Ræktunin er þegar komin á þann rekspöl, að hún virðist vera trygg og jafnframt arðberandi þar, sem vel hagar til. Með ræktun er hægt að framleiða betri skinn en almennast er af villtum dýrum sömu tegundar, með kynbótum, hentugri sam- setningu fæðunnar, lækningu á kvillum o. s. frv. Veiðin hlýtur að minnka vegna þess að ræktun er hægari og gefur jafnframt betri vöru. — Eg verð hér að biðja afsökunar á, að eg, sem ekki er fræði- maður, skuli hafa tekið fyrir að rita um jafn-merkilegt dýr eins og bjórinn. En ástæðan er sú, að eins og mér hefir runnið Þó er talið nokkuð í Frakklandi (Rhone) og Rússlandi (og Síberíu).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.