Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 36
30 NÁTTÚRUFR: skal eig-i reynt að lýsa einstökum tegundum frekara, en þess í stað vísað í stutta ritgerð eftir dr. Helga heitinn Jónsson, í Búnaðar- ritinu 1918. Þar er lýst helztu og gagnlegustu þörungategundum vorum, en allsherjarlýsing á þeim öllum er því miður ekki til á íslenzku. Þau af skáldum vorum, sem hafa gert sér náttúruna að yrkis- efni, hafa tíðast verið „dalaskáld“, ef svo mætti segja, og orkt margt fallegt um grónar grundir og grösugar hlíðar, en síður fund- ið hjá sér hvöt til þess að yrkja um sölvafjörur og þarabrúska. En óefað eru nóg yrkisefnin við útnesin og í eyjasundunum, ef skáldin vildu ganga fram á klappir með hásjávuðu, eða fá sér kænu og róa út í þarann, þegar sjórinn liggur „logni svæfður", og horfa með dálítilli þekkingu og skilningi á allt hið marga, sem þar getur borið fyrir augun. Framh. Samtíníngtir. Á hverjum sólarhring frannleiðir mannslikaminn um 1 litra af munnvalnb 3k 1 af galli og 1Ú2 1 af þvagi. Einhver stærsti bandormur, sem til er, lifir í þörmum mannsins (hinn breiði bandormur mannsins, Bothriocephalus latus), og getur orðið um 10 m að lengd. Minnsti bandormur, sem til er, er aðeins ’/2 cin að lengd, lifir £ þörmum hundsins (sullaveikibandormurinn, Tænia echinococcus). Taugarnar i líkama mannsins bera, eins og kunnugt er, heilanum: fregnir frá umhverfi likamans (fregnfaugar, sensiblar taugar). Hvernig fregnin. berst, veit enginn, en hún fer til heilans með 100 m hraða á sekúndu. »Fuglakóngurinn« (Regulus cristatus) er minnsti fngl á norðurlöndum.. Hann vegur aðeins 5 grömm, eða hálfu minna en músarrindillinn, sem er minnstur allra íslenzkra fugla.* Ef hann væri metinn sem jafnvægi hans í, silfri, myndi hann aðeins kosta 50 aura. 3—4 fuglakónga mætti senda í ein~ földu bréfi. Atlantshafið er 820 sinnum stærra að flatarmáli en ísland, Indlandshafið' 730 og Kyrrahafið um 1650 sinnum stærra en ísland. Allt það af jörðinni, sem stendur upp úr sjónum (löndin), er að rúm- máli einungis einn ellefti hluti af rúmmáli hafsins. Ef sjávardjúpin væræ »fyllt upp« með löndum jarðarinnar, og botninn gerður jafn, yrði öll jörðin. þakin 2400 inetra djúpum sjó. Fuglakóngur heiir sést hér.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.