Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 22
NÁTTÚRUFR. 16 þar sem því varð komið við (vængdoppur), eða þá að láta hann hverfa veg allrar veraldar, eins og kuðunginn (marflugan). Af vængdoppum eru hér við land tvær tegundir, (væng- doppa og svifbobbi) og er önnur þeirra sýnd á myndinni. Fót- urinn eða skriðflagan er orðin að miklum börðum, frábærum sundfærum. Dýrið er mjög smávaxið, ekki nema átta milli- metrar að þvermáli. Marflugan er miklu stærri, lengd hennar getur orðið allt að því 4 sentimetrar. Kuðungslaus er hún með öllu, og fóturinn er að mestu leyti horfinn, en í stað hans eru komin tvö allmikil börð á framanverðum líkamanum, en þau notar dýrið sem sundfæri. Marflugan er rándýr mikið, og þar má segja að frændur séu frændum verstir, því hún hlífir sízt vængdoppunni frænku sinni. »Rauðáta« (Ca- lanus finmarchi- cus). Ca. 4 mm. á lengd. Algeng við ísland. Margir flokkar krabbadýra hafa leitað sér vistar í svifinu, en merkastir þeirra allra eru krabbaflærnar og ljóskrabbarnir, eða rauðátan og ljósátan, eins og það er líka nefnt. Ljóskrabb- arnir eru, af svifdýrum að vera, allstórir, og auðþekktir á því, að þeir hafa skjöld yfir bolnum, tálkn við rætur bolfótanna, og depilmynduð ljóstæki á neðanverðum hliðum. Aðaltegundirn- ar, sem hérna lifa, eru 2—4 cm. á lengd. Krabbaflærnar eru miklu minni, aðaltegundin hér við land er einungis 4 milli- metar á lengd (rauðátan). Þær hafa engan skjöld og engin ljós- tæki, halinn er veikbyggður, og á höfðinu eru svo langir fálm- arar, að þeir ná aftur fyrir afturenda líkamans, sé þeim beint aftur. — Ljóskrabbar og krabbaflær fara í svo miklum flokkum, að þau lita sjóinn. Þýðing þeirra er feikna mikil, þar sem síld og skíðishvalir lifa næstum því eingöngu á þeim. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.