Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFR.
15
ennþá. Þessi kuðungur er hinurn lina líkama þeirra til hlífðar,
þegar þeir skríða hægfara um sjávarbotninn, um steinana í vötn-
unum, eða á landi. Neðsti hluti líkamans er fóturinn eða flagan,
sem þeir geta teygt úr eða dregið saman með sterkum vöðvum..
Ýmsir sniglar hafa þegarfram liðu stundir orðið að sjá á bak kuð-
ungnum til þess að semja sig að nýjum lífskjörum, enda hafa þá
hin nýju lífskjör verið þannig sniðin, að kuðungsins var ekki leng-
ur þörf, eða hann var jafnvel dýrinu til hindrunar. Sniglar þeir,.
sem misst hafa kuðunginn, hafa nefnilega annaðhvort vanið
sig á að grafa (t. d. brekkusnigillinn), synda (svifsniglarnir)i
eða sníkja í líkama dýra.
Vængdoppa (Limacina heli-
cina). Strikið sýnir stærð-
ina. Aljjeng viö ísland, í
kalda sjónum (við Norður-
og, Austurland).
Marfluga (Clione limacina) 2—4 cm. á
lcngd. »Börðin« eru sundtæki. Algeng
við ísland.
Svifsniglarnir, sem sögðu skilið við ættarland sitt á marar-
botni, og fóru að lifa í svifinu, urðu að breyta lifnaðarháttum
og sköpulagi eftir þeim kjörum, sem nýja fósturjörðin, svif-
heimurinn hafði að bjóða. Þegar upp í svifið kom, varð kuð-
ungurinn til óþæginda, vegna þess að hann þyngdi dýrið, og hans
var ekki lengur sú þörf, er áður hafði verið,, vegna þess að dýrið
gat farið fljótar undan óvinum í sævardjúpinu, en á botninum.
Þess vegna hafa sniglar þeir, sem lifa í svifinu, annað hvort los-
að sig við kuðunginn fyrir fullt og allt (marflugan), eða gert
hann örþunnan og léttan, meira til gamans en gagns (vængdopp-
an). Fótinn hafa svifsniglamir ekki getað notað á sama hátt og
frændur þeirra á botninum, úr honum varð að búa til sundtæki,