Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 29
NÁTTÚRUFR. 23 mér líklegast þá, að þær hefðu verið þar alla nóttina. En þó svo kunni að hafa verið, þá er víst að þær fara alltaf eitthvað til þess að sofa að vetrarlagi, og á öðrum tíma árs, að minnsta kosti þegar ekki er gott veður. En hvert fara þær? Reynslan hefir sýnt erlendis, að ýmsar máfategundir (og fleiri fuglar) þyrpast saman á ákveðna staði til þess að hafa þar náttstað, þó þeir ekki verpi á þeim stöðum. Nú væri gaman að vita, hvar þetta máfastóð, sem heldur til hjá okkur, hefir náttstað. Það er kunnugt, að veiðibjöllur halda sig í nokkurum smáfjöllum hér suður í hraununum í hundraðatali, þó aðeins örfáar verpi þar í grend. Eru okkar veiðibjöllur þar á nóttunni? Eða þyrp- ast þær úti í eyjunum hérna við Kollaf jörð eða skerjunum hinu- megin við nesið? Ólafur Friðriksson. Fíjága rfúptírnar tíl Grænlands? Einstöku sinnum hefir það verið borið á borð fyrir lesendur dagblaðanna hér á landi, að ein af orsökunum til rjúpuþurðarinn- ar hér síðustu árin væri ef til vill sú, að rjúpurnar hefðu að mestu flutt af landi burt og haldið til Grænlands, eins og Eiríkur rauði gerði forðum. Vegna þess, að þetta virðist almennt skoðun margra, vil eg leggja nokkur orð í belg. Af hvaða ástæðu ættu rjúpurnar að fljúga til Grænlands? Er Grænland slíkt „Gosenland", einnig í meðvitund rjúpnanna, að þangað sé vert að stefna leiðangrum héðan frá íslandi til land- vinninga? Ef einhver vill telja sjálfum sér eða öðrum trú um það, að rjúpur fljúgi héðan til Grænlands, verður hann að benda á það með rökum, hver orsökin geti verið. Líklegasta skýringin yrði lík- lega sú, að rjúpurnar færðust í hvítan vetrarbúning á haustin, á meðan jörð væri ennþá auð, eins og skeð getur í góðærum, og teldu sig ekki tryggar þar, sem búningurinn stingi í stúf við umhverfið. Sæu þær nú ís fyrir landi, leituðu þær þangað, til þess að láta sam- litni umhverfisins vernda sig gegn voða. Hvað skýring þessi nær skammt, sézt bezt á því, hve fáar þær rjúpur myndu vera, sem sæu ís, enda þótt hann lægi að landi. Hinar myndu fleiri, sem sæu jöklana, og í þeim hóp yrðu allar rjúpurnar, sem byggja Suðvestur-, Suður- og Austurland. Ennfremur er lítill vafi á því, að rjúpur myndu aldrei komast lifandi til Grænlands, jafn tregfleygar og þær

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.