Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 32
26 NÁTTÚRUFR. nærri hvítur á framanverðum hálsi ofan frá kverk, bringu og kviði, og er fuglinn allur hinn ásjálegasti. Ungir fuglar (2—3 ára) hafa módröfnótta, all-breiða rák þvert yfir bringuna ofanverða og gerir það fuglinn enn einkennilegri. Það var ungur fugl, er hér fannst. Fiskiörninn á heima víða i norðlægum (ekki þeim norðlægustu) löndum beggja megin Atlantshafsins. Hann lifir nær eingöngu á fiskum er hann veiðir sjálfur. Þar af er nafnið komið. Hann er alls ekki hrææta eins og haförninn íslenzki. Það er skemmtilegt að sjá Fiskiörninn á veiðum. Hann Svífur þá allhátt í lofti yfir vötnum eða ám, víkum og vogum, og sjái hann fisk koma nærri yfir- borðinu, steypir hann sér eins og örskot þráðbeint niður þangað og hremmir fiskinn. Sjást þá oft gusur miklar og boðaföll þar sem hann kemur niður, því svo hart steypir fiskiörninn sér, að það ber við, að hann kaffærir sjálfan sig. Honum skýtur þó nær jafnhratt upp aftur og hefur hann sig til flugs með miklu busli og flýgur með bráðina til lands. Þó er sagt, að það geti borið við, að hann klófesti svo stóra fiska og sterka, að þeir verði honum ofurefli, og er honum þá bráður bani búinn, ef hnnn getur ekki losað sig nógu fljótt. Fiskiörninn er í rauninni ekki örn nema að nafninu einu. Það er sérstæð ættkvísl (Genus) meðal ránfuglanna, og svipar honum í sumu til uglanna annars vegar, en hins vegar til arna, fálka o. fl. Ekki verður neitt um það vitað, hvernig fugl sá, er hér fannst, hefir drepizt, en líklegast er, að það hafi orsakast af ein- hverjum slysum. Fiskiörninn á heima í ýmsum nágrannalöndum vorum, einkum á meginlandinu, allt norður í sunnanverð Norður- lönd. Hans hefir tvisvar sinnum orðið vart í Færeyjum. M. B. ¥ Arangttr islenzkra fuglamerkínga. ii. í 11.—12. hefti »Náttúrufr.« 1932, bls. 188, var getið um end- urheimtir á merktum fuglum, sem þá var kunnugt um. Höfðu þá tveir fuglar náðst erlendis, en um þrjá aðra höfðu fengist upp- lýsingar innanlands. Síðan hafa borist fregnir um þá fugla er hjer segir: Erlendis hafa náðst: Smirill, merktur 2Hle — ’32, hjá Spóastöðum í Biskupstungum (var þá ófleygur ungi í hreiðri). Skotinn ca. 24/12 — ’32, hjá Clog- han í konungssýslu (Kings County) á írlandi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.