Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 24
18 NÁTTÚRUFR- ist það hvorki fara eftir kynferði né öðru. Eru sjaldan tveir fuglar eins, að þessu leyti. Ofanvert við blesuna er fiðrið oftast miklu dekkra en annars staðar á höfðinu og myndar oft svarta rönd með fram blesunni. Fiðrið á bakinu ofanverðu er mógrátt, og er hver fjöður hvítgrá í röndina. Stærstu þakfjaðrirnar á vængjunum, næst flugfjöðrunum, eru nær hvítar í rendurnar og mynda þær hvíta rák yfir um vængina. Flugfjaðrirnar eru mjög dökkar á lit — svartleitar, nema þær allra fremstu eru gráleitar ofan til. Fjaður- hryggirnir á flugfjöðrunum eru ljósir (hvítir) á lit, nema allra fremst — svartir í oddinn. Neðri hluti baksins aftur á stél er mjög dökk-mógrár. Þakfjaðrirnar ofanvert við stélið eru hvítar, en síélfjaðrirnar dökkgráar með hvítleita jaðra og hvítar í oddinn.. Stélfjaðrirnar eru 16 alls (þó er álitið, að þær geti stundum verið 18). Bringan ofanverð ljósgrá, fiðrið þar Ijósara á lit i rendurnar,. en í miðju fjaðranna. Neðri hluti búksins, frá bringu niður að stéli, mjög Ijósleitur eða nær hvítur á litinn, en neðst á bringu og ofantil á búknum framanverðum eru að jafnaði stærri eða minni óreglulega lagaðir mósvartir blettir eða slettur, sem stækka eftir því, sem fuglinn eldist og getur orðið svo á afar gömlum gæsurn þessarar tegundar, að allur búkurinn framanverður verði alsvartur ofan frá bringu niður undir endaþarm. En þaðan frá og aftur á stél er búkurinn ætið hvítur. Fiðrið á síðunum er mógrátt, vængirnir að neðan-(innan)-verðu eru ætíð talsvert ljós- ari en að ofan, en þó ekki hvítleitir. Á lærunum utanverðum er fiðrið mógrátt, með all breiðum Ijósleitum jörðrum. Allur er fuglinn miklu dekkri (móleitari) tilsýndar en stóra grágæs og því auð- þekktur frá henni, auk þess er sýnilegur stærðar munur á þeim. Þó er liturinn einn ekki ætíð einhlýtur til að greina þessar tegundir í sundur, ef blesan sést ekki, þvi einstaklings breytileiki í lit, er engu minni hjá þessari tegund en öðrum gæsategundum og eru sumar blesgæsir stundum svo gráleitar að þær gefa lítið eftir stóru grágæs eða öðrum frændum sinum, í þeim hlut. Kvenfuglinn er í litlu eða engu frábrugðinn steggnum, hvað litinn snertir, en talsverður stærðarmunur er á þeim að jafnaði. — Nefið er hvítgult á lit, þó sjaldnast alveg einlitt; — það er gulleitt umhverfis nasa- holurnar og ofan á nefhryggnum endilöngum, en fölleitara til hlið- anna. Nefnöglin hvít eða gráleit, aldrei svört; á gömlum fuglum er hún alhvít. »Tennur« í efraskolti eru á að gizka 28 að tölu, sára sjaldan fleiri. Á dauðurn »fuglum« (og á þurrum hömum), er nefið venjulegast einlitt gulleitt, eða gult með rauðleitum blæ. Fæt-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.