Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 17
NÁTTtTRUFR. 11 til rifja að sjá fram á tortímingu hans — og máske þess vegna verið fíknari í að kynnast honum en ella — að sama skapi gladdist eg við að lesa grein í „Der deutsche Pelztierziichter" nýverið, þar sem maður á mínu reki, þ. e. hlutlaus áhorfandi og jafnframt náttúruvinur, lýsir elzta og fullkomnasta bjóra- búi á Þýzkalandi. Eg skal ekki þreyta með að fara lengra út í það mál hér. Eg má þó aðeins bæta því við, að eg þóttist sjá fram á, að við hér mundum geta auðgað okkar fátæka dýralíf með þessum merkilega kjörgrip úr dýraríkinu, en út í það mál skal bteldur ekki farið lengra að þessu sinni. Ársæll Ármson. Svífið t síóntim.* Öllum þeim verum, sem í sjónum lifa, má skipta í þrjá mikla flokka, eftir því, hvaða afstöðu þær hafa tekið til sjávar- ins, ef svo má að orði kveða. 1. Botnverur nefnast allar þær lífverur, sem ala aldur sinn á mararbotni. Þar má gera greinarmun á plöntunum,- eða þörungunum (þarar og þang) og þeim örfáu blómplöntum, sem vaxa á botni sævar við strendurnar, og þeim mikla fjölda dýra, sem skríður um botninn (t. d. krabbarnir), hefst við á steinum (t. d. hrúðurkarlinn) eða grefur í botninn (t. d. fjörumaðkur- inn). 2. f annan flokk sævarbúa kemur allt það, sem syndir um í sævardjúpinu, þannig að straumhreifinga sjávarins gæt- ir hlutfallslega lítið í samanburði við framdráttarafl líkamans. í þessum flokki eru auðvitað einungis dýr (fiskar, hvalir, sel- ir og sækýr). 3. Þriðji lífveruflokkurinn í ríki Ægis, og um leið sá þýð- ingarmesti, er svifið (Plankton). Til þess teljast allar þær líf- verui-, sem lítið geta hreyft sig, en berast því mest fyrir straum- um. Þegar um svif er að ræða, má gera greinarmun á svifdýrum og svifplöntum. Úr ríki plantnanna eru aðallega þrír flokkar í svifinu, nefnilega: Gerlar, sundþörungar og kísilþörungar. Af gerlum (Bacterium) er býsna mikið í sjónum, en miklu Allar myndirnar í þessari grein, liefir Dr. Taaning lánað blaðinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.