Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUPR. 31 Sjávarbylgjur (á rumsjó) geta orðið allt að því 15 m á hæð (frá öldu- dalnum upp á ölduhrygginn), um 300 m á breidd og farið með 24 m hraða á sekúndu, eða rúml. 45 sjóm. á klukkustund. Einn stærsti fugl, sem vitað er, að lifað hafi í heiminum, var móafugl- inn (Dinornis Maximus), sem átti heima í Ástralíu, en nú er útdauður. Hann mun hafa verið um 4 metrar á hæð, eða heilum m hærri en hæztu strútfugl- ar, sem nú eru uppi. Þó var annar strútfugl (Æpyornithes), sem fyrrum lifði á Madagaskar, ennþá stærri, líklega 5 m á hæð. Egg hans voru 34 cm á lengd og 22 crn í þvermál, eða jafnstór 6 eggjum stærstu núlifandi strútfugla, 148 hænueggjum, eða 50.000 af eggrum kólibrífuglanna, sem eru minnstu fuglar heimsins. Minnsti strútfugl, sem nú er til (Kivinn, Apterix), er ekki stærri en stór hæna. Strútfuglarnir eru gráðugir með afbrigðum og kæra sig kollótta, þótt hitt og þetta berist niður í þá með matnum. í strútabúi nokkru dó einu sinni strútfugl úr berklum. Hann var skorinn upp, og kom þá í Ijós, að í nraganum voru ýmsar minjar liðinna tíma. Þar fannst meðal annars: Tveír botnar úr ölflöskum, fatasnagi úr tré, nrunnharpa, sem var 13 cm á lengd og 5 cm á breidd, 13 cm langur bútur af regnhlíf nreð broddi, skautalykill, 13 cm lang- ur útidyralykill, hárkambur, tveir kolamolar, silki-vasaklútur, þrír steinar, og talsvert af káli, grasi og ýmsunr óþrifum, eins og til að fylla upp holurnar á milli minjagripanna. Að því er séð varð, hafði þetta engin áhrif haft á vellíðan fuglsins. Árið 1930 veiddist á íslendi: 110 þúsund af Iunda, 6 þús. af svartfugli,. 32.6 þús. af fýl, 500 af súlu, 1400 af ritu, eða 150.5 þús. af öllum fugli. Sama ár veiddust hér 381 fullorðinn selur og 3669 kópar. Faglalíf á Vatnsnesí. Niðurlag. Klumbwiefja (Alea torda, L.). Sést hér stöku sinnum á Miðfirði á. veturna, meðal annarra svartfugla, en alltaf er frekar litið um hana. Langvia (Uria troile, L.) og stuttnefja (Uria Brunnichii, Sabine). Xí þessum fuglum er oft afarmikið inni á miðfirði frá því seint á sumrin og þang- að til á vorin er þeir fara á varpstaðina. Á haustin og veturna er sjórinn stund- um svartflekkóttur á stórum svæðum af svartfugli. I sumum árum hefir það komið fyrir, að fuglinn hefir fallið svo hundruðum skiptir úr lior eða eiu- hverjum sjúkdómi, og rekið þá dauða upp í fjörurnar. Teista (Uria grylle, L.). Af henni er hér margt árið í kring með fram landinu, á veturna heldur hún sig nokkuð dýpra en á sumrin. Teistan virðist vera fremur forvitin. Ilún er hæggerður og spakur fugl. Verpir í sjávar- hömrum og urðum. Lundi (Mormon fratereula, Temm.). Af honum er mikið hér haust og;

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.