Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 20
14 NÁTTÚRUFIi. ir snúist um ás sinn, en með hinu synda þeir lítið eitt áfram. Af' sundþörungum er mesti fjöldi í ölium höfum heimsins, en mest. í heitu höfunum. Eins og sundþörungarnir hafa kísilþörungarnir (Diatomea) flestir um sig skel eða brynju, en hún er ekki gerð úr sellulose,. heldur úr kísilsýru. Brynjan, og þar með plantan sjálf, líkist helzt öskju með loki, en lögunin getur annars verið harla mis- munandi. Stundum er askjan hér um bil kringlótt, ýmist há eða lág, stundum er hún nærri þráðlaga. Hjá sumum tegundum lifa einstaklingamir frjálsu lífi, hjá öðrum eru þeir bundnir saman í keðjur. Bæði sundþörungar og kísilþörungar fjölga kyni sínu á sama hátt, með einfaldri skiptingu. Sellan skiptir sér í tvær, en dætursellurnar, er fram koma við þessa skiptingu, skipta sér aftur í tvær, og svo koll af kolli. Á meðan allt leik- ur í lyndi, er þessi skipting fullnægjandi tegundinni til viður- halds, en þegar í nauðirnar rekur, þegar kuldinn fer að boða veturinn í sjónum, verður að taka til annara bragða, til þess að varðveita lífið. Fjöldinn allur af þörungum verður þá dauð- anum að bráð, en nokkrum tekst þó að taka á sig nýtt gerfi, þannig að lítill hluti plöntunnar verður fyrir eins konar mynd- breytingu, og þessi litli hluti varðveitir einstaklinginn og þar með tegundina í dularbúningi, sem dauðinn vinnur ekki á, þang- að til kjörin batna á ný. Svifþörungarnir eru plöntur, og eru því gæddir þeim eig- inleika plantnanna að geta unnið kolsýru úr sjónum, sameina hana öðrum ólífrænum efnum, og skapa lífrænt verðmæti úr. Eftir að sleppir þarabeltinu við strendur landanna, eru þeir einu verurnar, sem breytt geta ólífrænum efnasamböndum í lífræn, og þess vegna byggist allt annað líf í sjónum mestmegnis á þeiim Efni það, sem fram kemur við kolsýrunámið, er ekki mjölvi, eins og hjá öllum þorra plantna, heldur feiti. Um líf svifþörunganna hér við land, og þýðingu þeirra fyr- ir lífið í sjónum er ritað nokkuð í 2.—3 hefti I. árg. Náttúru- fræðingsins (Um búskap náttúrunnar í sjónum), og skal því ekki farið frekar út í það hér. Af ýmsum dýrum er fjöldinn allur í svifinu, hér skal að- eins minnst tveggja flokka, nefnilega sniglanna og krabba- dýranna. Eins og öll önnur lindýr (til lindýra (Molluska) teljast: sniglar, skeldýr, smokkar, sænökkvar og skipstennur) hafa snigl- arnir í öndverðu haft um sig kuðung, eins og flestir þeirra gera

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.