Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 11
NÁTTÖRUFR. 5 ar hausnum svo, að bitið komi á tréð þvert, gengur svo í kringum það og nagar það jafnt á alla vegu. Tannaförin eru eins og eftir kúft sporjárn, sæmilega beitt; spænirnir liggja í hrúgum kring- um stofninn. Svo fellur tréð, venjulega í áttina að vatninu eða ánni, þar sem hann heldur til. Menn hafa talið þetta vott um hyggindi hans, en aðrir skýra það svo, að tré, sem vaxi á fljóts- bakka, hafi venjulega meiri greinar þeim megin sem að fljótinu veit en hinum megin, þar sem það verður fyrir skugga af öðr- um trjám. Sjálfur virðist bjórinn alltaf fara hringinn og ekki naga dýpra inn í tréð á einum stað en öðrum. Bjór (Castor fiber, B. Sæm.: DýrafræSi). Þegar tréð er fallið bítur hann venjulega fyrst greinarnar af; þó þær séu jafnvel nokkrir cm. að gildleika gerir hann það með einu biti, þ. e. nagar þær ekki í kring, eins og hann gerir með stofninn. Svo bútar hann tréð í sundur og flytur allt eftir ánni eða vatninu að bústað sínum. Börkinn notar hann sem fæðu — hann safnar sér oft matarforða, t. d. undir veturinn — en trjá- viðinn notar hann sem byggingarefni. En þá er að lýsa þessum byggingum hans nokkuð. Bjórinn er nokkuð hnellinn í vexti og þó vel lagaður til sunds. Höfuðið er nokkuð flatt en breitt, sérstaklega vegna kinn- vöðvanna, sem eru mjög sterkir. Hann er allur meiri að aftan en framanverðu. Framlappirnar getur hann notað nokkurnveginn eins og hendur; afturlappirnar eru sterklegar, með sundfitum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.