Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 11
NÁTTÖRUFR. 5 ar hausnum svo, að bitið komi á tréð þvert, gengur svo í kringum það og nagar það jafnt á alla vegu. Tannaförin eru eins og eftir kúft sporjárn, sæmilega beitt; spænirnir liggja í hrúgum kring- um stofninn. Svo fellur tréð, venjulega í áttina að vatninu eða ánni, þar sem hann heldur til. Menn hafa talið þetta vott um hyggindi hans, en aðrir skýra það svo, að tré, sem vaxi á fljóts- bakka, hafi venjulega meiri greinar þeim megin sem að fljótinu veit en hinum megin, þar sem það verður fyrir skugga af öðr- um trjám. Sjálfur virðist bjórinn alltaf fara hringinn og ekki naga dýpra inn í tréð á einum stað en öðrum. Bjór (Castor fiber, B. Sæm.: DýrafræSi). Þegar tréð er fallið bítur hann venjulega fyrst greinarnar af; þó þær séu jafnvel nokkrir cm. að gildleika gerir hann það með einu biti, þ. e. nagar þær ekki í kring, eins og hann gerir með stofninn. Svo bútar hann tréð í sundur og flytur allt eftir ánni eða vatninu að bústað sínum. Börkinn notar hann sem fæðu — hann safnar sér oft matarforða, t. d. undir veturinn — en trjá- viðinn notar hann sem byggingarefni. En þá er að lýsa þessum byggingum hans nokkuð. Bjórinn er nokkuð hnellinn í vexti og þó vel lagaður til sunds. Höfuðið er nokkuð flatt en breitt, sérstaklega vegna kinn- vöðvanna, sem eru mjög sterkir. Hann er allur meiri að aftan en framanverðu. Framlappirnar getur hann notað nokkurnveginn eins og hendur; afturlappirnar eru sterklegar, með sundfitum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.