Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFR. 171 að 30.000 dollarar. Ræktunin breiddist út, en þó kom aftur- kippur í hana, eins og margt annað, meðan ófriðurinn mikli stóð yfir. En 1920 stofna ræktendur í Kanada með sér félags- skap og þá er komið skipulagi á þessa atvinnugrein þar, enda er hún orðin stór þáttur í framleiðslu þjóðarinnar. Til Noregs komu fyrstu silfurrefirnir frá Kanada árið 1913 og kostuðu þá kr. 60.000 (norskar) parið. Eftir stríðið breiddist ræktunin óðfluga út þar, enda er Noregur fremsta landið í Evrópu í þessari grein. Þar eru nú um hálft þriðja þúsund refa- Silfurrefur. bú með samtals upp undir 50 þúsund refi. Nú eru silfurrefir ræktaðir suður um alla Evrópu, allt suður í Sviss, Frakklandi, Jugoslavíu o. s. frv. Mun þó þeim löndum verða erfitt að keppa við norðlægari löndin um gæði skinnanna. Hingað komu silfurrefir fyrst 1929, 2 pör frá Noregi til Emil Rokstad á Bjarmalandi við Reykjavík. Fyrsta tilraunin gekk vel og hafa refabú síðan risið upp víða á landinu, bæði af refum þaðan og nýjum dýrum frá Noregi. Eftir því, sem eg hefi komizt næst, munu nú vera rúml. 30 refabú á landinu. Silfurrefurinn hefir verið nefndur konungur hinna ræktuðu loðdýra, og það með réttu. Hann ber ávallt hæst, bæði í rækt- unar- og markaðsfréttum. Með ræktun hans hafa menn komizt inn á nýja braut með grávöruframleiðsluna, svo að nú er hvert dýrið af öðru, sem ber eftirsóttan feld, tekið til ræktunar. Frá sjónarmiði náttúruvina hefir það þá stórmiklu þýðingu að bjarga mörgum tegundum dýra frá tortímingu, sem annars hefðu átt hana vísa eftir lengri eða skemmri tíma.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.