Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 14
172
NÁTTÚRUFR.
V.
Minkar.
Dýr þessi eru af marðarættinni. — Merðirnir eru rándýr,
flestir fremur litlir, kroppurinn langur og mjór, fæturnir stutt-
ir. Skinnin af sumum þeirra eru mjög verðmæt, má þar t. d.
nefna safalann (á norsku sobel, þýzku Zobel, Martes zibellina)
og sæoturinn (Latax lutris), en báðar þessar tegundir eru orðn-
ar mjög sjaldgæfar og skinn þeirra einhver hin dýrustu á mark-
aðinum. Á skinnauppboði hjá hinu þekkta Hudson’s Bay Com-
pany, 29. sept. síðastl., voru aðeins 2 sæotursskinn og fór ann-
að á £ 135-0-0 (kr. 2990,25) og hitt á £ 50-0-0 (kr. 1107,50).
Næstur þeim að verðmæti kemur minkurinn (Mustela vison).
Heimkynni hans eru 1 Norður-Ameríku, aðallega í Kanada og
Alaska. Þar sem eg hefi getið um dýr þetta, hefi eg haldið
upprunalega nafninu, en íslenzkað það með því að skeyta við
það íslenzkri endingu (minkur). Menn hafa viljað nefna hann
„sundmörð“, ,,vatnamörð“, ,,vatnaveslu“ o. fl. og eru það varla
íslenzkari nöfn, máske þægilegri, en í skinnaframleiðslunni eru
þau beinlínis villandi.
Minkurinn er lítið dýr, á stærð við stóra rottu, heldur
lengri en ekki gildari. Hann er rennilegur mjög, kvikur í hreyf-
ingum, fljótur á hlaupum, klifrar upp í tré, syndir og kafar í
\atni o. s. frv. Hann er mjög blóðþyrst rándýr, eins og aðrir
frændur hans, lifir af allskonar smádýrum og fuglum, veiðir
einnig fiska í ám og vötnum. Eins og fleiri rándýr, er hann
mest á ferli á kvöldin og næturnar. Þar sem lítið er um veiði,
þýtur hann oft langar leiðir til þess að leita sér að æti. Komist
hann heim á bæi, gerir hann oft óskunda mikinn á alifuglum,
eins og Guðm. heitinn G. Bárðarson hefir bent á hér í ritinu.
Hann er fljótur að framkvæma það, er hann ætlar sér, drepur
veiði sína í einum svip, en leikur sér ekki að henni eins og t. d.
kettir gera. Sumir ræktendur gefa þeim lifandi rottur, segja
þeir, að minkurinn sé fljótari að drepa rottuna en maðurinn.
En hann á líka í vök að verjast fyrir óvinum sínum. Skæð-
asti óvinurinn er maðurinn; hann sækist mjög eftir honum,
vegna hins verðmæta felds. En auk mannsins er náttuglan helzti
óvinur hans. Þegar hann er á ferli á næturnar til þess að leita
sér að bráð, svífur hún að honum, án þess að hann verði var
við, og hremmir hann. Verður þar oft harður aðgangur, sem
kvað þó lykta með ósigri hans.
Fengitíminn er seint í febrúar eða byrjun marz og með-