Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 6
164 nattOrufr. mig skordýrum í öræfum, athugað Salthöfðann hjá Fagurhóls- mýri, sem er 66 m. hár og nærri 2,5 km. frá sjó. Fann hann þar 22. júní 1933 3 karldýr, 31 kvendýr og 4 óþroskuð dýr (2 hálf- vaxin og 2 aðeins 2—3 mm. löng). Erlendis hefir kampaflóin ekki, svo mér sé kunnugt, fund- ist nema við sjó. Að síðustu fann eg hana í Stykkishólmi 6. ágúst 1933. Var hún í stórgrýtis urð við sjóinn austan við kauptúnið, 1 karl- dýr og 1 kvendýr. Mjög er sennilegt, að kampaflóin sé víðar á landinu, en þeg- ar er kunnugt. Væri mér kært, ef allir þeir, sem fyndu hana á nýjum stöðum, sendu mér nokltur eintök í spíritus og gæfu mér greinilegar upplýsingar um fundarstaðinn. Geir Gígja. Fáséðír ftígíar. I haust hefir verið óvenjuhlýtt í veðri og stórviðri af A og S hafa oft farið yfir landið. Hefir því „blásið byrlega“ fyrir far- fugla úr nágrannalöndum vorum fyrir austan oss og suðaustan, til þess að berast hingað, eða öllu heldur hrekjast hingað, eins og oft ber við endranær á þessum tíma ársins. Haustið, sem nú er að líða, hefir líka eflaust verið nokkuð margt um íugla- ferðir hingað af þessu tæi, þó að fáar skýrslur séu um það. Eg hefi heyrt talað um, að bláhrafn (,,Færeyja-hrafn“) hafi sýnt sig í hóp fyrir „austan fjallið“, o: í Árnessýslu neðanverðri og jafnvel hérna megin við það, o: í Mosfellssveitinni. Nefndir hafa líka verið svartir smáfuglar (starar eða svartþrestir?), sem hafi sést, en þeir eru annars tíðir gestir. En svo hafa líka sýnt sig hér fáséðir, eða áður óséðir, gest- ir, og skal þeirra getið hér stuttlega. Fyrst má telja s. n. Nátthrafn (Caprimulgus evropæus, L.). Hann náðist lif- andi hjá Nýjabæ undir Eyjafjöllum, c. 25. okt. í haust, en lifði ekki lengi og var sendur Náttúrugripasafninu, og er þar til sýn- is. Þessi fugl á heima víða um Evrópu (einnig N.-Evrópu) og Asíu, hefir sést nokkrum sinnum í Færeyjum, en aldrei hér áð- ur, svo menn viti. Hann er gerólíkur hrafni í útliti og háttum, líkist uglum að lit og að því leyti, að hann er náttfugl, en hann lifir mest á náttfiðrildum og er afskaplega ginvíður. Áður hefir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.