Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFR. JgJ Ánamaðkar. Það var einn dag í byrjun ágústmánaðar, að eg gekk um- garðinn bak við „Skálann" í Austurstræti. Það var fyrir nokkru byrjað að rigna og mátti víða í moldarbeðnum undir trjánum sjá ánamaðka, sem komnir voru meira en hálfir upp úr mold- inni. Virtust þeir vera að rannsaka umhverfið og voru mjög f jör- ugir, en lítið þurfti, að þeir í flýti drægju sig ofan í jörðina; ekki annað en að stigið væri þungt til jarðar, og það leið æði löng stund þar til þeir, er þannig hafði verið komin styggð að, komu aftur upp úr moldinni. Nokkur skrælnuð lauf, mjó og löng, lágu hér og þar um garðinn, þau eru af útlendri víðistegund er þarna vex, eg held það sé salix vitulina (sú tegund er ræktuð erlendis til tunnusviga- gerðar). Mér datt nú í hug, að láta eitt þessara skrælnuðu blaða fyrir framan einn ánamaðkinn, gekk eg svo varlega þangað, að. eg hafði ekki komið neinni styggð að ormunum, og ætlaði að láta blaðið fyrir framan einn þeirra, sem var mjög stór, eg held að það hafi verið spannarlangur sá hluti hans, sem upp úr mold- inni stóð. En mér tókst þá svo klaufalega, að eg misti blaðið of- an á maðkinn og datt mér ekki annað í hug, en að hann myndi fælast við það. En svo varð þó ekki; hann vissi auðsjáanlega að engin hætta væri á ferðum, þó laufblað félli. Mér virtist nú í fyrstu,. sem ánamaðkurinn væri að athuga blaðið; framendi hans var ýmist ofan á því eða undir því, en af því að á þessu stóð töluverð- an tíma, hvarf eg aftur frá því að nokkur skynsemi væri í því, sem hann var að aðhaf ast, og f ór eg að horf a á máríetlu, sem var grá á höfðinu og að ýmsu leyti frábrugin því, sem maður vanalega sér — auðsjáanlega ungi — sem var hinum megin í garðinum.. Eg stakk eldspýtu ofan í moldina aftur, og gekk burt. En þegar eg nokkrum mínútum seinna kom aftur þangað, þar sem eldspýtan var, sá eg í fyrstu hvorki maðkinn eða blaðið. En svo sá eg að laufblað stóð upp á endann, einmitt þar upp úr moldinni, . sem mig minnti að ánamaðkurinn hefði komið upp úr henni. Hafði ánamaðkurinn dregið blaðið svona niður? Eg tók nú annað visið lauf, og lét framan við stóran maðk, er var að koma upp úr moldinni nokkuð frá þessum stað. Hann hagaði sér mjög líkt og hinn, og var svo lengi að taka ákvörðun, að eg var orðinn leiður að bíða til þess að sjá hvað skeði, er hann loksins beit í

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.