Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFR. 173 rgöngutíminn um 2 mánuðir. Við ræktun má nota eitt karldýr til fleira en eins kvendýrs, því þau eru ekki ,,við eina fjölina felld“. Heldur er lítið um blíðuatlot við samfarirnar. Dýrin eru ekki höfð saman nema sem minnst eða með eftirliti; sé nokkur stærðarmunur á þeim, má allt af búast við að stærra dýrið eti upp minna dýrið. Ungarnir eru venjulega 4—5 að tölu, hér hefir hæsta talan orðið 9 og komust allir upp. Þeir eru mjög vesallegir er þeir fæðast, blindir og hárlausir. Ekki njóta þeir ástríkis af feðrum sínum eða karldýrunum yfirleitt, því þeir <eta þá hiklaust, ef þeir ná í þá. Þeim mun meiri umönnun sýnir móðirin þeim, hún ver þá óhikað eftir mætti, við hvaða ofur- Minkur. tefli sem er. Við fóðrun í búrum etur móðirin ekkert fyrr en ungarnir hafa etið nægju sína. Sé matargjöfin heldur lítil, svelt- ur móðirin. Minkar voru fluttir hingað fyrst 1931. Ræktun þeirra hefir •ekki breiðzt mikið út enn þá. Aðallega er það h.f. Refur hér í Reykjavík, sem hefir gefið sig við ræktun þeirra og hefir tekizt ágætlega. Á það nú nærri 400 dýr, en ætlar að lóga af þeim eitthvað á annað hundrað í vetur. Minkar eru vel fallnir til ræktunar hér. Búrin eru lítil og því tiltölulega ódýr. Þar sem vel hagar til, getur fóðrið orðið mjög ódýrt. Þeir geta lifað mestmegnis af fiski, annars eta þeir kjöt, og um burðartímann þarf ef til vill að gefa þeim ofur- lítið af mjólk, egg, o. s. frv., til þess að móðirin mjólki. Þeir virðast þrífast hér ágætlega. Eins og áður er getið fæddi eitt kvendýrið 9 unga, og er það sjaldgæft að þeir verði svo margir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.