Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 25
INÁTTÚRUFR. 185 Sköttiseltir ræðst á æðarfugl. í norska tímaritinu »Naturen«, 3. hefti þ. á. segir svo frá viður- •eign skötusels og æðarfugls: »Snemma i nóv. (1932?) tóku menn eftir því, að skötnselur {Lophius piscatorius) var að berjast við að renna niður æðar- blika, sem hann hafði náð í. Fiskinum hafði tekizt að ná góðum tökum á blikanum, en hann barðist af öllum mætti við að halda sér ofansjávar. Kraftar æðarblikans voru þó að þrotum komnir þegar bát bar að, og færðu menn gogg í fiskinn, sem þá varð að sleppa taki sínu. Blikinn varð feginn frelsinu, og tók strax til vængjanna, svo að eigi varð séð hvort hann var særður banasári. Fyr á sama hausti kom það sama fyrir á líkum stað (Rödöy). Þar hafði skötuselur náð í æðarkollu, en bát bar þar að, og bjarg- aði fuglinum. Sennilega hefir fiskurinn, í bæði þessi skipti, gripið fuglinn í yfirborði sjávar, því dýpið á þessum slóðum var meira en svo, að fuglarnir gætu kafað til botns, enda hefðu þeir aldrei getað komizt upp að yfirborði með fiskinn. Skötusel virðist hafa fjölgað hér talsvert á síðustu árum, en flestir þeir, sem sézt hafa, eru þó enn- þá á unga aldri, að eins hálfstálpaðir. Ef til vill er hér að ræða um einn góðan árgang af skötusel«. Skötuselurinn er ófrýnilegur fiskur, en um það, og það, sem kunnugt er um lífshætti hans, má lesa í fiskabók dr. Bjarna Sæ- mundssonar. Áður fyr, þegar skútur gengu hér við land á hand- iæraveiðar, kom það fyrir að hann fékkst á færi, og var þá stund- um haldið að þar væri um sjálfan fjandann að ræða. Já, gleggstu menn tóku meira að segja eftir því, að hann beit einkum á hjá þeim, sem slæman munnsöfnuð höfðu við »línuna«, og gæta varð þess, að koma honum fyrir borð sem fyrst, ef hann var inn1 yrtur, því væri hann lengi á þiljum, fór skipið að síga. — Sið^n botn- vörpuveiðar hóiust hér við land, hafa menn haft betri kynni af skötuselnum, og lært að lit;i á hann sem fisk, en ekki óvætt. Skötuselurinn getur orðið nokkuð á annan meter á lengd og 30— 40 kg. að þyngd. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.