Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 28
igg NATTtlRl'PU. Samtínmgur. Það er kunnugt, að kol eru ágætis áburður. Eigi hefir mönnum verið- Ijóst, hvernig á því stæði, en nú er það talið víst, að það sé að þakka sýrum,. svonefndum „húmus-sýrum", sem í þeim eru. Hundar eru mjög ratvísir. Gerðar hafa verið tilraunir með hunda, til þess að reyna að skilja, hvernig á því stæði. Hundar voru fluttir á ókunnan. stað, og rötuðu allir heim, nema þeir, sem geltir voru. Verður því að líta svo á, að ratvísi hunda standi í einhverju sambandi við efni, sem kynkirtl- arnir framleiða, og fara úr í blóðið. Vitrir menn brjóta nú heilann um, hvaðan heimurinn skuli afla sér orku. til framkvæmda, þegar kol og steinolía eru þrotin. Það þykir víst, að þótt allir fossar verði beizlaðir, þótt sjávarföllin væru notuð, þótt hægt væri að' temja sólargeislana eða hagnýta vindinn, myndi tæplega fást fullnægjandi orka, til allra þeirra starfa, sem framkvæma þarf, með þeim tækjum, sem nú eru fyrir hendi. Telja margir líklegt, að eftir nokkra mannsaldra verði hreinn. vínandi (99.9%) einkum notaður til eldsneytis. Meðalhiti við miðjarðarlínu er 26.4° C. í janúar, en 25.6° C. í júlí. Á. norðurpólnum er meðalhitinn talinn -4- 38° C, í janúar, en 0° C í júlí, allt miðað við sjávarflöt. Aldur hrauna má finna með því að mæla í þeim segulstefnuna. Segul- stefnan breytist mjög eftir því, sem aldirnar líða, en hraun sýna segulstefn- una eins og hún var á staðnum, þegar hraunið var bráðið, svo að segja má, að segulstefnan hafi orðið að steingervingi í hrauninu. í Mið-Evrópu eru um 3500 tegundir af blómplöntum, en á íslandi 400.. Viðkoma nytjafiskanna er svo mikil, að eigi þarf að komast upp nema 1 þorskhrogn af 2.5 milljónum, 1 síldarhrogn af 15 þús., 1 grásleppuhrogn af' 50 þús., 1 skarkola- eða lýsuhrogn af 150 þús., og 1 ýsuhrogn af 1 milljón, til þess að halda stofni þessara fiska við. Álstegund nokkur gýtur 15 milljónum hrogna í senn. Ef þau yrðu öll að fullþroskuðum álum, sem aftur næðu að auka kyn sitt, og þannig koll af kolli, yrðu öll höf frá yfirborði til botns morandi full af ál eftir eitthvað 10 ár. Skólpdýr, sem gerðar voru tilraunir með á rannsóknastofu, var svo smátt. vexti (eins og frumdýr yfirleitt), að það sást ekki nema í smásjá, en það tímgaðíst svo ört, að ef allt afkvæmið hefði lifað og tímgast, myndi stofninn. hafa vegið 1 kíló eftir 6% dag, en fyllt milljón sinnum meira rúm en sólin eftir aðeins einn mánuð. Til er ormur, mjög smár vexti. Hann verpir 30 eggjum í senn, en 65. sinnum á ári. Ef að hver einstaklingur lifði og yki kyn sitt, myndi fjöl- skyldan eftir eitt ár fylla stærra rúm en allur sá hluti alheimsins, sem. þekktur er.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.