Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12
170 NÁTTÚKUFR. 7. apríl í vor. Þá var mér sagt, að fimm af dýrunum væru dauð; þau höfðu drepist af ýmsum ástæðum, en þau 29, sem eftir lifðu, þrífist ágætlega, stækki vel og sé auðvelt að fást við þau. Enn þá hefir ekki fjölgað hjá þeim ....“. Burðartíminn er í maí—júní, sbr. upplýsingarnar frá Spitz- bergen, og geta þau því hafa eignazt kálfa eftir 7. apríl. IV. Silfurrefir Silfurrefir eru afbrigði af rauðref (krossref, canis vulpes). Hann er svartur á lit, en nokkuð af vindhárunum er hvítt í broddinn. Mjög er það misjafnt, hve mikið er af þessum hvítu eða silfur-hárum, mest er af þeim á lendinni og framan á hausn- um; stundum eru þau um allt dýrið, stundum ekki nema vottur af þeim eða alls ekkert. Dýrin eru flokkuð eftir þessu, alsilfur-, Vá-silfur, 14-silfur o. s. frv. Dýrið, sem myndin er af, mundi vera kallað ^4-silfur. Skottið er veiijulega hvítt í broddinn, þó er það ekki föst regla. Venjulega eru skinn af Va-silfur 0g %- silfur eftirsóttust, alsilfur og l/i.-silfur minna eftirsótt og svört minnst. Þó fer mat á dýrunum ekki eftir þessu, heldur eftir hára- lagi og öðrum kostum dýrsins. Á nýafstöðnu uppboði í London (síðast í sept.) varð hæst verð á silfurrefaskinni £ 37-0-0 eða 819,55 í íslenzkum krónum, og var það %-silfur. En þar varð þó meðalverð hæst á alsilfur-skinnum, £ 9-12-6, eða rúmar 200 íslenzkar krónur. Silfurrefir eru nokkru háfættari og spengilegri en okkar íslenzku refir. Annars eru lifnaðarhættir hinir sömu og refa al- mennt, og er ekki þörf á að lýsa þeim hér. Eins og áður er getið, er silfurrefur afbrigði rauðrefs, og fremur fágætt. Verðið á skinnunum var mjög hátt og hugkvæmd- ist mönnum því að gera tilraun með ræktun hans. Fyrsta til- raunin í þá átt var gerð vestur í Kanada 1872 af formanni hins mikla grávörufirma Hudsons Bay Company. Hann fékkst við það í þrjú ár, en tilraunin mistókst. Honum tókst að vísu að fá dýrin til að tímgast, en kynið var ekki hreint, rauðrefseinkenn- in komu fram á afkvæmunum. En 1887 er tilraunin hafin af tveim mönnum samtímis á Prince Edward Island hjá Kanada. Þeir gengu seinna í félagsskap saman og gerðust brautryðjend- ur á þessu sviði. Þeir héldu þessari ræktun sinni leyndri í byrj- un, seldu aðeins skinnin og græddu stórfé. Og er þeir síðar fóru að selja dýr til ræktunar, var verð þeirra geypihátt, allt

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.