Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 1

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 1
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1933 JgJ Kampaflóin. Kampaflóm. Kampaflóin heitir á vísindamáli Petrobius brevistylis (Car- penter). Hún er útbreidd um vesturströnd Evrópu og Norðurlönd, svo sem: N.-Frakkland, Pommern, Danmörku, Svíþjóð (líklega í Noregi), England, Færeyjar og ísland. Kampaflóin er mógrá að lit, með greinilegum málmgljáa, sem stafar af fíngerðu hreistri, er þekur líkama dýrsins. Hreistr- ið missir gljáann eða dettur af ef dýrið er geymt í spíritus. Það er ummyndað hár, líkt og á vængjum fiðrildanna. Vaxtarlag kampaflóarinnar er þannig, að bolurinn er nærri sívalur, þó kúptari að ofan en neðan. Gildastur er hann um miðjuna og getur orðið allt að 1,5 sm.1) á lengd, auk fálmara, sem eru samsettir af ákaflega mörgum liðum og lengri en bol- urinn. — Aftan á dýrinu eru þrjár „svipur", sem einnig eru samsett- ar af mörgum liðum. Miðsvipan er þroskuðust og fullkomlega líkamslengdin, en hliðarsvipurnar erú um þriðjungi styttri og miklu veigaminni. Bolurinn er settur saman úr f jórtán liðum. Höfuðið er einn, frambolurinn þrír og afturbolurinn tíu liðir. Að ofan er höfuðið nær hulið af augunum, sem eru samsett af 400—500 smáaug- um. Neðan á höfðinu er munnurinn, það er „bitmunnur" iíkur og á kakalökum. Kampaflóin hefir sex fætur eins og önnur fullvaxin skor- J) Hér er miöað við þau dýr, sem eg heíi haft til athugunar, en þaS eru dýr i'rá öllum fundarstöSum hér á landi, sem mér eru kunnir, nema Vík og Vestmannaeyjum. 11

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.