Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 3
NÁTTÚRTJFKÆÐINGURINN 1933 JgJ
Kampaflóin.
Kampafíóín.
Kampaflóin heitir á vísindamáli Petrobius brevistylis (Car-
penter). Hún er útbreidd um vesturströnd Evrópu og’Norðurlönd,
svo sem: N.-Frakkland, Pommern, Danmörku, Svíþjóð (líklega í
Noregi), England, Færeyjar og ísland.
Kampaflóin er mógrá að lit, með greinilegum málmgljáa,
sem stafar af fíngerðu hreistri, er þekur líkama dýrsins. Hreistr-
ið missir gljáann eða dettur af ef dýrið er geymt í spíritus. Það
er ummyndað hár, líkt og á vængjum fiðrildanna.
Vaxtarlag kampaflóarinnar er þannig, að bolurinn er nærri
sívalur, þó kúptari að ofan en neðan. Gildastur er hann um
miðjuna og getur orðið allt að 1,5 sm.1) á lengd, auk fálmara,
sem eru samsettir af ákaflega mörgum iiðum og lengri en bol-
urinn. —
Aftan á dýrinu eru þrjár „svipur“, sem einnig eru samsett-
ar af mörgum liðum. Miðsvipan er þroskuðust og fullkomlega
líkamslengdin, en hliðarsvipurnar eru um þriðjungi styttri og
miklu veigaminni.
Bolurinn er settur saman úr fjórtán liðum. Höfuðið er einn,
frambolurinn þrír og afturbolurinn tíu liðir. Að ofan er höfuðið
nær hulið af augunum, sem eru samsett af 400—500 smáaug-
um. Neðan á höfðinu er munnurinn, það er ,,bitmunnur“ iíkur
og á kakalökum.
Kampaflóin hefir sex fætur eins og önnur fullvaxin skor-
3) Hér er miSað við þau dýr, sem eg hefi haft til athugunar, en það eru
dýr frá öllum fundarstöSum liér á lándi, sem mér eru kunnir, nema Vík og
Vestmannaeyjum.
11