Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 22
182 NATTURUFR. röndina á blaðinu nálægt öðrum enda þess og dró sig aftur á bak <ofan í holuna. Honum tókst þó ekki að draga blaðið niður, af því hann hafði ekki tekið um enda þess, og eg yfirgaf hann, áður en >eg sá honum takast það. Þegar eg nú gekk um garðinn sá eg visin víðislauf standa _hér og þar upp á endann upp úr moldinni og sums staðar voru þau næstum horfin ofan í hana. Eg mundi þá, að eg var áður búinn að sjá, að laufunum var eins og stungið ofan í moldina, en eg hafði enga eftirtekt veitt því. Eg hefi áður tekið eftir, að það er stundum eins og maður sjái ekki fyrirbrigði, sem maður skilur ekki. Það er beinlínis eins og meðvitundin vilji ekki játa að það sé til, þó augað sjái það. En það, sem mér þótti merkilegast í sambandi við þennan litla viðburð, var það, að eg sá, að þó að eg hafi fyrir þrjátíu árum lesið um að ánamaðkar ætu visin blöð, sem þeir drægju ofan í moldina, og þó að eg hafi munað þetta öll þessi ár, þá hefi eg víst aldrei trúað því, fyrr en eg nú sá það sjálfur. Ó. F. Gestír frá Færeyjttm? Daginn, sem Lindbergh kom, stóð eg niður við Reykjavík- 'urhöfn. Þar var töluvert af f ugli, í lif ur, sem unglingar voru að kasta til þeirra í sjóinn. Sá eg þarna strax veiðibjöllur, ritur, kjóa og kríur, en fleiri fuglum tók eg ekki eftir. Heyrði eg þá frá fuglunum einkennilegt hljóð, sem minnti mig strax á litla svartbakinn, sem verpir í Færeyjum en ekki hér. Datt mér í fyrstu í hug, að hljóð þetta væri úr einum kjóanum, því þann fugl þekkti eg ekki svo vel, að ég væri viss um öll hljóð hans. En eg gekk fljótt úr skugga um, að hljóðið kom ekki úr kjóanum, heldur frá litla svartbak, er þarna var, og var fuglinn auðþekktur frá öðrum svartbökum, er maður fyrst var búinn að fá auga á hann. En brátt sá eg fleiri fugla þessarar tegundar, og voru minnst f jórir eða fimm, er sjá mátti í einu hér og þar um höfnina. Litli svartbakur (Larus fuscus) er nokkuð minni en svart- bakurinn okkar (veiðibjallan), talinn 52^/2 til 59 cm. langur. .En veiðibjallan talin 66 til 78 cm. löng. Litli svartbakur mun j,þó vera tiltölulega vængjalengri, og sýnist ekki mikið minni á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.