Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 22
180 NÁTTtJRUPR. klifra upp eftir manni, leita í öllum vösum, smeygja sér undir jakkann, alt fram í ermina, komast upp á öxlina og leika sér að eyranu, hárinu o. s. frv. Alltaf var hún tilbúin að leysa skóreimarnar af manni og fleira þess háttar. Sérstaklega þótti henni gaman að stökkva á móti krökkunum og látast ætla að bíta þau, voru þau þá á fjórum fótum og létu eins á móti henni og gekk þetta oft lengi, báðum til skemmtunar. — En hér verð eg að hætta að segja frá Bínu, þó að margt mætti segja smá- skrítið af henni ennþá. Þess má aðeins geta, að þegar hin dýr- in fóru úr mínum vörzlum, varð eg að láta Bínu fara með, enda fóru böm mín um líkt leyti í sveit. Rétt eftir að dýrin fóru frá mér, slapp eitt dýrið út úr nýja verustaðnum og hvarf á burtu. Það var annar unginn frá. í fyrra. Var mér mikil forvitni á að vita, hvað af því yrði, sér- staklega hvort það gæti bjargað sér sjálft. Fékk eg tvisvar óljósar fregnir af því; annað skiptið átti það að hafa sézt í Vífilsstaðahrauni, hitt skiptið uppi á Mosfellsheiði, og gat hvorttveggja átt sér stað. En seint í október fæ eg þær fregnir ofan af Kjalarnesi, að þar hafi verið drepið óþekkt dýr. Hafði það verið staðið að því að gera óskunda í hænsnahóp, og var skotið án dóms og laga. Reyndist þetta að vera björninn sá, er burtu hvarf, og komst líkið í mínar hendur. Það sá eg fljótt, að það hefir verið óþarfi fyrir hann að vera með nokkra óráð- vendni við hænsnabú á Kjalarnesinu, því að hann hefir auð- sjáanlega fundið nóg æti. Hann var spikfeitur, feitari en áður en hann lagðist í vetrarsvefninn hjá mér, og hefði hann áreiðan- lega lifað af veturinn, jafnvel af þeirri fitu einni, er hann þeg- ar hafði safnað. Hann var varla eins stór og refur; normal- þyngd þeirra mun vera tæp 4 kg., en hann var rúmlega 6Vk kg. að þyngd. í Þýzkalandi veit eg til að kónar hafa sloppið og lifað villt— ir. Og í „Berl. Tidende" frá 18. nóv. síðastl. er þess getið, að í Danmörku lifi einn kóni viiltur, hafi hann haldið til rúm 2 ár í skóglendi nokkru og þyki skógareigandanum vænt um að hafa slíkan gest í landareign sinni. Arsæll Arnason-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.