Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 01.12.1933, Blaðsíða 27
2ÍATTURUFR: 287 Rita1), merkt (fullorðin) á Sauðárkróki þann 9. júlí 1932. Drepin á Newfoundlandi (í nóv?) 1933. Innanlands hafa náðst: 1. Rjúpa, merkt hjá Brekkukoti, Efribyggð í Skagafirði þ. 12. marz 1933. Skotin sama staðar þ. 16. október 1933. 2. Rjúpa, merkt þann 5. marz við Mælifellsá í Skagafirði. .Slcotin sama staðar þann 17. október 1933. 3. Rjúpa, merkt við Mælifellsá í Skagafirfði þann 13. marz 1933. Skotin sama staðar þ. 23. október 1933. 4. Húsönd, merkt á hreiðri hjá Grímsstöðum við Mývatn þann 11. júní 1933. Fannst dauð í silunganeti í Vogum í sömu .sveit þann 11. júlí 1933. 5. Duggandarungi, merktur hjá Grímsstöðum við Mývatn þann 18. ágúst 1933. Flaug á símaþráð sama staðar þann 30. .ágúst 1933. 6. Duggandarungi, merktur hjá Grímsstöðum við Mývatn þ. 1. ágúst 1933. Drepin af ketti sama staðar þ. 14. ágúst 1933. 7. U kríuungar, merktir hjá Grímsstöðum við Mývatn þann 19. júní 1933. Fundnir dauðir sama staðar þann 8. júlí 1933. 8. Máriuerluungi, merktur í hreiðri á Grímsstöðum við Mý- vatn þann 19. júní 1933. Fundinn dauður sama staðar þann •7. júlí 1933. 9. Þúfutittlingsungi, merktur á Bergstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu þann 14. júlí 1933. Fannst dauður sama ;staðar nokkrum dögum síðar. 1) Tilkynningu um þessa ritu fékk eg á Þorláksmessu s. 1. frá Flota- og fiskimálaráouneytinu í St. Jolm's á Newfoundlandi (Department of Marine and Fisheries). Þangað hafði komið tilkynning um þessa ritu frá manni búsettum á Fogo-eyju á Newfoundlandi, sem segist hafa drepið þennan fugl, og sendi ráðuneytinu lýsingu á merkihringnum, en hann gat •ekki um stað né stund þar sem hann náði ritunni. Ef til vill hefir það verið úti á fiskimiðum við Newfoundland. Hcfi eg gert ráðstafanir til þess að fá ná- kvæmari vitneskju um þetta, — á hvaða staS og hvaða dag fuglinn náðist. í 3.—4. hefti Náttúrufræðingsins þ. á., bls. 59, gat eg þess, að vænta wætti fróðleiks um háttu ísl. ritunnar, flakk hennar um höfin o. s. frv., ef nógu margar væru merktar. Rætist það nú fyrr en mig varði. Er það mjög ;ánægjulegt hversu góður árangur hefir þegar orðið að merkingunum, eftir liðlega eitt starfsár. Má því vænta góðs í framtíðinni; sérstaklega vegna þess, að s. 1. sumar hafa all-margir nýir liðsmenn gefið sig fram til fugla- merkinganna, og hafa mér borizt skýrslur um lofsverða starfsemi margra, víðsvegar um land. M „

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.