Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 16
174 NÁTTtTRUFR. Hæsta ungatala, sem ég hefi séð getið um, eru 12 (suður á Þýzkalandi) og komust 11 þeirra upp. VI. Nútríur. Heimkynni þessara dýra eru í Suður-Ameríku, allt frá Eldlandinu norður í Brasilíu. Þau halda sig þar sem votlent er eða við vötn, kyrrar ár o. s. frv. Þau grafa sér holur í þurra bakka og flýja ávallt í vatnið, ef þau verða hrædd. Þau eru nag- dýr, náskyld brjórnum (sbr. vísindaheitið Myocastor), enda svipar þeim til hans í mörgu, bæði um ytra útlit, lifnaðarháttu o. fl. Þau eru jurtaætur, hafa góð meltingarfæri og eru ekki vandfædd í búrum. Auk þess að grafa sér híbýli byggja þau sér stundum skýli í sefi yfir vatnsborðinu, helzt mæður með ung- um sínum, þykjast þau þar óhultari fyrir óvinum þeim, er á þau sækja. Gottíminn er ekki bundinn við neinn vissan tíma árs- ins, heldur gjóta þau á hvaða tíma sem er. Kvendýrin „ganga“ oft strax eftir að þau hafa gotið; meðgöngutíminn er ca. 4 mán- uðir, og geta þau því gotið allt að því þrisvar sinnum á ári. Unga- talan er mjög misjöfn, frá 2 upp í 8, og getur því viðkoman orð- ið allmikil ef vel lætur. Ungarnir eru vel þroskaðir er þeir fæð- ast, eru bæði sjáandi og klæddir hári. Spenunum er svo ein- kennilega fyrir komið, að þeir eru uppi á baki móðurinnar, skammt frá hryggnum, og sitja því ungarnir uppréttir er þeir sjúga. Þar sem þeir eru svo vel þroskaðir er þeir fæðast, eru þeir fljótt sprækir og fara á kreik jafnvel fáum klukkustundum eft- ir að þeir fæðast. Sundkunnáttu fá þeir í vöggugjöf, enda þurfa þeir fljótt á fæðu að halda með móðurmjólkinni. Nokkuð ræki- leg lýsing á dýrum þessum og ræktun þeirra er í ,,Loðdýrarækt“ I, og leyfi eg mér að vísa til hennar. Þess má aðeins geta, að rækt- unin er enn á bernskuskeiði, en er þó þegar orðin allmikið út- breidd, sérstaklega á Þýzkalandi. Fyrstu nútríurnar komu hingað í maí 1932, 6 dýr frá Stuttgart á Þýzkalandi. Fóru 2 dýrin (par) að Fossi í Gríms- nesi, 3 að Miðengi í sömu sveit, en eitt var hér í Reykjavík. Áttu 3 kvendýrin að vera með fangi, er þau komu, en að eins eitt þeirra gaut eftir hingaðkomuna, í ágúst 1932. Sama dýr gaut aftur í febrúar 1933, og var þá sýnt, að þau gátu þrifizt hér og æxlazt, þó að lífsskilyrðin séu ólík því, sem er í heim- kynnum þeirra. En svo varð bið á, að meira fjölgaði, og leit því ekki vel út með þessa tilraun. Haustið 1932 komu hingað 4 dýr

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.