Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFR.
163
Næst fannst kampaflóin í Vestmannaeyjum. Sænskur skor-
dýrafræðingur, C. H. Lindroth, tók þar 2 kvendýr 8. september
1926 í Klettasprungu við sjó sunnan á Heimaey.
Sami maður fann hana aftur í Vík í Mýrdal í sprungu í
Víkurkletti, um 400 m. frá sjó, þann 25. júlí 1929, 1 karldýr,
1 kvendýr og 4 dýr hálfvaxin.
Á ferðum mínum um Austur-Skaftafellssýslu sumarið 1932
fann eg kampaflóna á þessum stöðum:
Á Klifatanga við Skarðsfjörð í Hornafirði 19. júlí, 1 karl-
dýr og 1 kvendýr. Rétt ofan við fjöruna i stórgrýti og kletta-
sprungum.
Milli Almannaskarðs og Dynjanda, tók eg 26. júlí, 1 karl-
dýr og 3 kvendýr í snarbröttum, stórgrýttum, gróðurlausum
fjallaskriðum, og varð dýrsins var víða um skriðurnar.
Framan í Bergárdalsheiði 21. júlí tók eg 12 karldýr og 22
kvendýr. — Var ákaflega mikið af kampaflónni á stóru svæði
neðan frá láglendi og upp undir heiðarbrún, þar sem þær voru
skríðandi á sléttum klettabeltum þegar hlýtt var og mjög gæfar.
En niðri í urðunum var erfitt að handsama þær .Þær stökkva
svo fljótt milli steina, og eru sem örskot úr einni holunni í aðra,
svo maður festir varla auga á þeim.
í urð ofan við Rímavatn í mynni Laxárdals, 16. júlí, 3 karl-
dýr, 3 kvendýr og 2 hálfvaxin dýr.
Á Hoffelli í Hornafirði tók eg 29. júlí 1 karldýr og 1 kven-
dýr og sá all-mikið af kampaflónni í skriðum ofan við túnið.
í Kráksgili, sem er um tvo km. í norðvestur frá Hoffelli,
voru nokkur dýr í gróðurlausri skriðu móti norðvestri.
Frá austasta fundarstað kampaflóarinnar í Hornafirði og
til þess vestasta eru um 23 km.
Hæð fundarstaðanna í Hornafirði yfir sjó, er mjög lík, að
undanteknum fundarstaðnum við Skarðsfjörð, sem er rétt ofan
við fjöruna. Fundarstaðirnir eru allir í hér um bil 40—50 metra
hæð og þar yfir, sumir ná upp í 150 m. hæð yfir sjó.
Það er eftirtektarvert, að fundarstaðir þessir eru rétt ofan
við forn sjávarmörk. Liggur því sú skýring beint við, að kampa-
flóin sé þarna eftirlegukind frá þeim tíma, er allt undirlendi í
Hornafirði var á sjávarbotni og fjörurnar þar, sem fjallaskrið-
urnar eru nú.
Fundarstaðir þessir eru mjög mismunandi langt frá sjó. —
Lengst frá sjó er Kráksgil, um 13 km.
Þá hefir Sigurður Björnsson á Kvískerjum, sem safnar fyrir
11*