Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 81 flllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Tunglið. Tunglið er næsti nábúi vor í himingeimnum og stöðugur föru- nautur jarðarinnar á leið hennar um sólina og gegnum ómælis- geiminn. Það veldur og næst sólinni mestum utan að komandi áhrifum á jörðina, flóðbylgjan skellur upp að ströndunum tvisvar á sólarhring og hin mánaðarlega ganga þess um jörðina hefir sett mark sitt á tímatal vort. Tunglið kemur og mikið við sögu stjörnurannsóknanna frá upphafi; fjarlægðin til þess er hið fyrsta mælda skref mannsins út í geiminn, ef svo má að orði kom- ast, og athugun á snúningi þess um jörðina leiddi til þess, að „mesti eðlisfræðingur allra tíma“, Newton, fann lögmálið um að- dráttaraflið fyrir 250 árum. Af sömu rótum er runnin þekkingin um það, að í iðrum jarðar er mikið af þungum efnum, líklega aðallega járni, og þannig mætti halda áfram. Hér skal nú reynt að skýra nokkru frekar frá þekkingu manna á tunglinu og ýmsu í sambandi við það. Ganga þess meðal fasta- stjarnanna yfir þvera festinguna einu sinni á mánuði hverjum og kvartilaskiptin er vitanlega það fyrsta, sem menn taka eftir. Tunglið snýr alltaf sömu hliðinni að jörðinni og hefir það, sem kallað er bundinn snúning, en kvartilaskiptin orsakast af því, að afstaðan til sólarinnar breytist. Tunglið gengur kringum jörð- ina einu sinni á mánuði; nýtt er það milli jarðar og sólar og snýr þá bjarta hliðin frá okkur, eftir viku sjáum við helming björtu hliðarinnar, eftir hálfan mánuð alla hliðina. Þá er tunglið fullt og stendur gegnt sólu. Vaxandi og minnkandi tungl má þekkja í sundur á því, að vaxandi líkist það D, en minnkandi C. Til þess að hægt sé að lýsa göngu tunglsins, er nauðsynlegt að fara stuttan útúrdúr. Sólin sýnist færast á meðal fastastjarnanna um eina hringgráðu á dag, eða allan hringinn, 360 gráður, á ári, og fer þá alltaf sömu leið, í gegnum hin sömu stjörnumerki, ár eftir ár. Þessi braut á festingunni er kölluð ekliptika eða sólbraut- in, en beltið meðfram henni dýrahringurinn. í dýrahringnum Jiggja þau tólf merki, sem kveðið var um: Hrútur, tarfur, tvíburar, teljum þar til krabba og ljón, mey og vog þá vitum þar vorri birtist dreki sjón. 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.